Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243).
Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaflega hafa verið Grindill, sem getur merkt ‘vindur, stormur’ í fornum kveðskap enda sé þar “veðurnæmt mjög og byljasamt” (Heimar horfins tíma (1989), bls. 212).
Þórhallur Vilmundarson taldi nafnmyndina Grilli vera upphaflega og eiga við ‘rúst eða hól sem grillir í’ (Grímnir 3:87). Ásgeir Blöndal Magnússon taldi að nafnið Grindill ætti líklega við ‘sand- eða malarborinn jarðveg’ samanber lágþýska orðið grind ‘sandmöl’ (Íslensk orðsifjabók, bls. 278) og er það líklegasta skýringin.
Eðlileg breyting hefur orðið á nafninu í þágufalli, á Grindli > *Grinli > Grilli, samanber örnefnið *Brendlur > *Brenlur > Brellur á Vestfjörðum. (* merkir endurgerð nafnmynd).
Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6541.
Svavar Sigmundsson. (2007, 19. mars). Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6541
Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6541>.