Grindavík (25,4° N, 39,1° W) er 12 km breiður gígur á Chryse-sléttunni, á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafnið þann 14. september 2006. Nafnið kemur úr bókinni Readers Digest World Atlas. Reykholt (40,8° N, 86,3° W) er 53,2 km breiður gígur við Tanais fossae-sprungukerfið á norðurhveli Mars, skammt austan Alba Patera á Arcadia-ferningnum. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðsambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1991. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World. Vík (36,1° S, 64° W) er 23 km breiður gígur á Thaumasia-ferningnum á suðurhveli Mars. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafn gígsins árið 1979. Nafnið kemur úr bókinni National Geographic Atlas of the World. Þessu til viðbótar er gígur á Mars nefndur eftir norræna landkönnuðinum Leifi heppna Eiríkssyni (19,4° S, 173,9° W). Leifur fæddist á Íslandi og var sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar. Gígurinn er 49 km breiður á Memnomia-ferningnum á suðurhveli Mars. Heimildir og mynd:
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um íslensk örnefni í sólkerfinu á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.