Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvaðan það hefur borist (Íslensk orðsifjabók, 1989:719). Hann telur hugsanlegt að upprunann sé að sækja til miðlágþýsku punt, punkt, fornfrísnesku punt, pont, dönsku pynt og hollensku punt ‘endi, oddur, tangi’. Þangað gæti heitið á tóbaksílátinu verið sótt. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924:626) er sú athugasemd við merkinguna ‘ræðustóll’, sem Orðabók Háskólans á elst dæmi um frá lokum 19. aldar, að það sé notað í gamni, til dæmis í sambandinu að stíga í pontuna. Líkingin gæti verið sótt til tóbaksílátsins. Mynd: Computer Writing and Research Lab - University of Texas at Austin
Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvaðan það hefur borist (Íslensk orðsifjabók, 1989:719). Hann telur hugsanlegt að upprunann sé að sækja til miðlágþýsku punt, punkt, fornfrísnesku punt, pont, dönsku pynt og hollensku punt ‘endi, oddur, tangi’. Þangað gæti heitið á tóbaksílátinu verið sótt. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924:626) er sú athugasemd við merkinguna ‘ræðustóll’, sem Orðabók Háskólans á elst dæmi um frá lokum 19. aldar, að það sé notað í gamni, til dæmis í sambandinu að stíga í pontuna. Líkingin gæti verið sótt til tóbaksílátsins. Mynd: Computer Writing and Research Lab - University of Texas at Austin