Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1048 svör fundust
Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...
Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...
Hversu hratt geta fílar hlaupið?
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?
Í svari við spurningunni Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta? kemur fram að orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd viðkomandi þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en lé...
Hvað fer minkurinn hratt yfir?
Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...
Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?
Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....
Hvað ganga fílar lengi með afkvæmi sín?
Fílar ganga með afkvæmi sín í um það bil 22 mánuði. Ekkert dýr gengur lengur með en fíllinn. Eftir að hafa eignast afkvæmi líða 5 ár þangað til að fíllinn getur eignast annað. Þetta gefur móðurinni tíma til að kenna unganum hvernig á að haga sér og komast af. Hér má sjá fílamömmu með tvo unga fíla Þetta ...
Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?
Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenann...
Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...
Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...
Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?
1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...
Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?
Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum v...
Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?
Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum. Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar...