Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenanna og þeir verða sýnilegri. Læðan þyngist eftir því sem líður á meðgönguna og geta þær orðið eitt til eitt og hálft kíló. Nýgotnir kettlingar eru vanalega um 12 cm á lengd og vega um 100 grömm. Hægt er að finna fyrir hreyfingum kettlinga í móðurkviði frá sjöundu viku, eða 49 dögum eftir mökun. Læður verða kynþroska um sex mánaða gamlar. Stóru kattardýrin hafa talsvert lengri meðgöngutíma en heimiliskettir. Meðgöngutími tígrisdýrs (Panthera tigris) er að meðaltali 105 dagar og sama gildir um ljón (Panthera leo). Jagúar gengur með kettlinga í 95-105 daga og gaupa um 69 daga.
Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft. Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenanna og þeir verða sýnilegri. Læðan þyngist eftir því sem líður á meðgönguna og geta þær orðið eitt til eitt og hálft kíló. Nýgotnir kettlingar eru vanalega um 12 cm á lengd og vega um 100 grömm. Hægt er að finna fyrir hreyfingum kettlinga í móðurkviði frá sjöundu viku, eða 49 dögum eftir mökun. Læður verða kynþroska um sex mánaða gamlar. Stóru kattardýrin hafa talsvert lengri meðgöngutíma en heimiliskettir. Meðgöngutími tígrisdýrs (Panthera tigris) er að meðaltali 105 dagar og sama gildir um ljón (Panthera leo). Jagúar gengur með kettlinga í 95-105 daga og gaupa um 69 daga.