Minkurinn fer mishratt yfir eftir því hvað hann er að gera. Við daglegar hreyfingar innan heimasvæðisins hreyfist hann að meðaltali um 0,4 km/klst. en þegar minkur ferðast lengra getur hann farið langar vegalengdir á meðalhraða 2,8-4,7 km/klst. Það tók minkinn einungis 40 ár að breiðast út um allt Ísland og að meðaltali hefur hann því ferðast um 20 km á hverju ári. Þegar minkahvolpar fara að heiman í leit að heppilegu búsvæði geta þeir farið langt frá heimahögunum og til eru dæmi um að minkar hafi fundist 40 km frá fæðingarstað sínum. Heimildir:
- Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.
- Gerell, R. (1970) Home ranges and movements of mink Mustela vison Schreber in southern Sweden. Oikos, 21, 160.
- Wikipedia. Sótt 6. 7. 2011.