Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa stjórn á sér, verða vitlaus' er þekkt að minnsta kosti frá lokum 18. aldar. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr riti sem gefið var út 1799. Þar er gafl reyndar án greinis, það er ganga af göflum. Algengara verður að nota gafl með greini þegar kemur fram á 19. öld, það er ganga af göflunum.

Líkingin er sennilega sótt til þess að hús getur liðast í sundur í miklum vindi. Veggir og þak losna frá göflunum, ganga af göflunum. Í yfirfærðri merkingu ætla menn oft alveg að ganga til dæmis af göflunum af hrifningu eða æsingi á tónleikum eða á knattspyrnuleik. Þá ætlar allt um koll að keyra.


Berserkur gengur af göflunum.

Berserksgangur þekktist þegar í fornum ritum um það er æði rann á suma menn (berserki) í bardaga og þeir urðu viti sínu fjær, gersamlega óðir. Orðið berserkur er sett saman úr ber-, sem er rót orðsins björn (klofning e > jö), og serkur 'kyrtill, skyrta', eiginlega 'sá sem klæðist bjarndýrsham' og vísar til þeirrar trúar manna að sá taki hamskiptum sem gengur berserksgang. Í nútímamerkingu er yfirleitt átt við þann sem fær æðiskast sakir ölvunar eða stundarbræði, brýtur allt og bramlar og lúskrar á viðstöddum.

Hægt er að lesa meira um berserksgang í svari við spurningunni: Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.8.2007

Spyrjandi

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Pálsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6773.

Guðrún Kvaran. (2007, 24. ágúst). Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6773

Guðrún Kvaran. „Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?
Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa stjórn á sér, verða vitlaus' er þekkt að minnsta kosti frá lokum 18. aldar. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr riti sem gefið var út 1799. Þar er gafl reyndar án greinis, það er ganga af göflum. Algengara verður að nota gafl með greini þegar kemur fram á 19. öld, það er ganga af göflunum.

Líkingin er sennilega sótt til þess að hús getur liðast í sundur í miklum vindi. Veggir og þak losna frá göflunum, ganga af göflunum. Í yfirfærðri merkingu ætla menn oft alveg að ganga til dæmis af göflunum af hrifningu eða æsingi á tónleikum eða á knattspyrnuleik. Þá ætlar allt um koll að keyra.


Berserkur gengur af göflunum.

Berserksgangur þekktist þegar í fornum ritum um það er æði rann á suma menn (berserki) í bardaga og þeir urðu viti sínu fjær, gersamlega óðir. Orðið berserkur er sett saman úr ber-, sem er rót orðsins björn (klofning e > jö), og serkur 'kyrtill, skyrta', eiginlega 'sá sem klæðist bjarndýrsham' og vísar til þeirrar trúar manna að sá taki hamskiptum sem gengur berserksgang. Í nútímamerkingu er yfirleitt átt við þann sem fær æðiskast sakir ölvunar eða stundarbræði, brýtur allt og bramlar og lúskrar á viðstöddum.

Hægt er að lesa meira um berserksgang í svari við spurningunni: Mynd:...