Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?

JGÞ

Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum.

Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar hendur né lokuð augun. Þeir sjá þess vegna hvert þeir eru að fara og ganga yfirleitt ekki á veggi eða hurðir. Að vísu eru svefngenglar ekki með sama meðvitundarstigi og vakandi fólk. Ef við reynum að tala við mann sem gengur í svefni fáum við líklega ekki svar og eins er augnaráð hans fjarrænt.

Það eru þess vegna meiri líkur að svefngenglar fari sér að voða á svefngöngunni en þegar þeir eru vakandi. Ef við rekumst á sofandi mann á göngu er ráðlegast að leiða hann aftur í rúmið eða beinlínis vekja hann ef hann stefnir sér í voða. Ólíkt því sem margir halda er ekkert hættulegt að vekja svefngengla.

Hægt er að lesa meira um fólk sem gengur í svefni í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Af hverju ganga sumir í svefni?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Sindri Ingólfsson, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7164.

JGÞ. (2008, 4. mars). Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7164

JGÞ. „Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7164>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?
Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum.

Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar hendur né lokuð augun. Þeir sjá þess vegna hvert þeir eru að fara og ganga yfirleitt ekki á veggi eða hurðir. Að vísu eru svefngenglar ekki með sama meðvitundarstigi og vakandi fólk. Ef við reynum að tala við mann sem gengur í svefni fáum við líklega ekki svar og eins er augnaráð hans fjarrænt.

Það eru þess vegna meiri líkur að svefngenglar fari sér að voða á svefngöngunni en þegar þeir eru vakandi. Ef við rekumst á sofandi mann á göngu er ráðlegast að leiða hann aftur í rúmið eða beinlínis vekja hann ef hann stefnir sér í voða. Ólíkt því sem margir halda er ekkert hættulegt að vekja svefngengla.

Hægt er að lesa meira um fólk sem gengur í svefni í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Af hverju ganga sumir í svefni?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....