Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Í svari við spurningunni Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta? kemur fram að orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd viðkomandi þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en léttari.

Erfitt getur verið að gefa nákvæmar tölur yfir hitaeiningafjölda sem notaður er við mismunandi hreyfingu, þar sem ákafi skiptir miklu máli varðandi orkunotkunina. Eftirfarandi er dæmi um orkunotkun 60 kg einstaklings (J.R. Berning og S.N. Steen, Nutrition for Sport & Exercise, 2. útg. 1998)

 

Hraði

Orkunotkun á mínútu

Skokk

14 km/klst

14,6 he/mín

 

8 km/klst

8,2 he/mín

Ganga

5 km/klst

3,7 he/mín

Samkvæmt þessum tölum er orkunotkun við rólega göngu (5 km/klst) 44,4 he (hitaeiningar) á hvern kílómetra en skokk krefst orkunotkunar upp á um 62 he á kílómetra. Maður eyðir þess vegna meiri orku við það að skokka en ganga á þessum hraða.

En vert er að hafa í huga að samband gönguhraða og orkunotkunar er ekki línulegt. Rösk ganga, til dæmis á hraðanum 7 km/klst, hefur til að mynda í för með sér nánast sömu orkunotkun á hvern kílómetra og skokk. Þeir sem eru of þungir og vilja léttast ættu frekar að kjósa röska göngu en skokk, að minnsta kosti í fyrstu, þar sem gangan veldur minna álagi á liði og minnkar líkur á því að menn ofreyni sig.

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Vignir Hjaltason

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=201.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 9. mars). Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=201

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=201>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?
Í svari við spurningunni Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta? kemur fram að orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd viðkomandi þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en léttari.

Erfitt getur verið að gefa nákvæmar tölur yfir hitaeiningafjölda sem notaður er við mismunandi hreyfingu, þar sem ákafi skiptir miklu máli varðandi orkunotkunina. Eftirfarandi er dæmi um orkunotkun 60 kg einstaklings (J.R. Berning og S.N. Steen, Nutrition for Sport & Exercise, 2. útg. 1998)

 

Hraði

Orkunotkun á mínútu

Skokk

14 km/klst

14,6 he/mín

 

8 km/klst

8,2 he/mín

Ganga

5 km/klst

3,7 he/mín

Samkvæmt þessum tölum er orkunotkun við rólega göngu (5 km/klst) 44,4 he (hitaeiningar) á hvern kílómetra en skokk krefst orkunotkunar upp á um 62 he á kílómetra. Maður eyðir þess vegna meiri orku við það að skokka en ganga á þessum hraða.

En vert er að hafa í huga að samband gönguhraða og orkunotkunar er ekki línulegt. Rösk ganga, til dæmis á hraðanum 7 km/klst, hefur til að mynda í för með sér nánast sömu orkunotkun á hvern kílómetra og skokk. Þeir sem eru of þungir og vilja léttast ættu frekar að kjósa röska göngu en skokk, að minnsta kosti í fyrstu, þar sem gangan veldur minna álagi á liði og minnkar líkur á því að menn ofreyni sig....