Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess?Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu máli ‘skjöldur’. Uppruni er óljós.
- ^ * merkir að ekki séu heimildir um þessa orðmynd.
- Halldór Halldórsson. 1954. Íslensk orðtök. Drög að rannsóknum á myndhverfum orðtökum í íslenzku. Bls. 28–30. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
- Mynd: German soccer fans roam the streets of Moscow | Flickr. Höfundur myndar: Marco Verch. Birt undir CC BY 2.0 leyfi.