Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki?Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna úr tímaritinu Iðunni (1919:203)
Sæmri mun ei sínum verÁsgeir Blöndal Magnússon telur að sprakki í forsprakki sé vísast sama orð, skylt sprakkur ‘röskur, skjótur’ (1989:940). Forsprakki þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘upphafsmaður, leiðtogi’ og telur Ásgeir það hugsanlega tökuorð úr fornensku forespræca ‘formælandi’, það er sá sem talar fyrir einhverju (1989:203).
silkiklæddur sprakki
en meyja hrein og hýrlynd er
hulin vaðmálsstakki.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir málið.is).
- Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Mynd: Egner Kasper Jesper Jonatan.jpg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 12.08.2021).