Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins?Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:615) er merkingin ‘eyðsluseggur’ afleidd, dregin af eyðileggingarstarfi mölflugunnar. Um víxlin milli e og ö vísar Ásgeir í orðið mölur (bls. 653) sem skylt er færeysku mølur, nýnorsku mol, sænsku mal (fsæ. mal, möl), dönsku møl (s.m.).
Jóhann […] bað mig um peninga. Mér kom það ekkert á óvart, þegar hann sagði, að Gunna væri ægilegur melur á sér.Merkingin er nefnd í Íslensk danskri orðsbók Sigfúsar Blöndal (1920–1924: 524) og getur vel verið eitthvað eldri í máli manna. Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (7. mars 2022).
- Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk dönsk orðabók. Reykjavík.
- File:Tineola.bisselliella.7218.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 22.03.2022). Myndina tók Olaf Leillinger og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.5 Generic — CC BY-SA 2.5