Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 557 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?

Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig draga menn seiminn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?

Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa hestar?

Hestar eru þau spendýr sem þurfa hvað minnstan svefn. Hestar sofa yfirleitt um 3 tíma á sólarhring. Svipað gildir um fíla og kindur en þau sofa um 3-4 tíma á sólarhring. Leðurblökur eru þau spendýr sem sofa einna lengst, tæplega 20 tíma á sólarhring. Algeng heimilisdýr, eins og hundar og kettir, sofa um 11-12 tíma...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?

Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?

Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje. Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup. Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?

Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?

Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?

Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?

Rannsóknir á landselum sem meðal annars lifa hér við land hafa sýnt að þeir geta verið í kafi í allt að 25 mínútur í einu og farið niður á 300 metra dýpi í leit að fæðu. Enginn selur kafar þó lengur en Weddelselurinn sem lifir við suðurheimskautið. Hann er vanalega 20 mínútur í kafi en mælingar hafa sýnt að ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...

Fleiri niðurstöður