Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?

Árni Björnsson

Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þeldekkri Márum og gyðingum. Á spænsku hét bláa blóðið sangre azul. Í fávisku sinni töldu aðalsmenn sér trú um að blóð þeirra væri blárra en hinna.


Kóngafólk var oft ljóst yfirlitum svo að bláæðarnar sáust vel. Myndin sýnir frönsku konungsfjölskylduna á valdatíma Lúðvíks XIV.

Hugmyndin virðist hafa breiðst út frá Spáni norður um Evrópu og kann að hafa verið kunn lengi. Hún sést þó ekki bókfest í ensku fyrr en árið 1834 og um svipað leyti í þýsku en varla fyrr en hálfri öld seinna í dönsku og sænsku. Þar var líka síður um kynþáttamun að ræða, heldur var húð yfirstéttarfólks ósjaldan fíngerðari, ljósari og mýkri en hjá grómteknu verkafólki sem fékkst við erfið störf. Bláæðar á börnum aðalsmanna hafa því ugglaust oft verið greinilegri en hjá krökkum bænda og verkamanna.

Í skáldskap síðari alda hefur oftast verið rætt um bláa blóðið í háðungarskyni eða að minnsta kosti kaldhæðni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens I, 1375.
  • Diccionario del espanol actual (1999), 587.
  • The Oxford English Dictionary II. 2. útg. (1989), 303.
  • Trübners deutsches Wörterbuch I (1939), 351.
  • Ordbog over det danske sprog II (1920), 745.
  • Ordbok öfver svenska språket IV (1916), 3318.
  • Mynd: Image:Louis14-Family.jpg.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

16.4.2007

Spyrjandi

Gyða Einarsdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2007, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6592.

Árni Björnsson. (2007, 16. apríl). Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6592

Árni Björnsson. „Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2007. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6592>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?
Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þeldekkri Márum og gyðingum. Á spænsku hét bláa blóðið sangre azul. Í fávisku sinni töldu aðalsmenn sér trú um að blóð þeirra væri blárra en hinna.


Kóngafólk var oft ljóst yfirlitum svo að bláæðarnar sáust vel. Myndin sýnir frönsku konungsfjölskylduna á valdatíma Lúðvíks XIV.

Hugmyndin virðist hafa breiðst út frá Spáni norður um Evrópu og kann að hafa verið kunn lengi. Hún sést þó ekki bókfest í ensku fyrr en árið 1834 og um svipað leyti í þýsku en varla fyrr en hálfri öld seinna í dönsku og sænsku. Þar var líka síður um kynþáttamun að ræða, heldur var húð yfirstéttarfólks ósjaldan fíngerðari, ljósari og mýkri en hjá grómteknu verkafólki sem fékkst við erfið störf. Bláæðar á börnum aðalsmanna hafa því ugglaust oft verið greinilegri en hjá krökkum bænda og verkamanna.

Í skáldskap síðari alda hefur oftast verið rætt um bláa blóðið í háðungarskyni eða að minnsta kosti kaldhæðni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens I, 1375.
  • Diccionario del espanol actual (1999), 587.
  • The Oxford English Dictionary II. 2. útg. (1989), 303.
  • Trübners deutsches Wörterbuch I (1939), 351.
  • Ordbog over det danske sprog II (1920), 745.
  • Ordbok öfver svenska språket IV (1916), 3318.
  • Mynd: Image:Louis14-Family.jpg.
...