Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Jón Már Halldórsson

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru taldir vera forverar bæði ein- og tvíkímblöðunga.

Einkímblöðungar og tvíkímblöðungar draga heiti sitt af fjölda kímblaða sem eru til staðar í fræjum plantnanna, en eins og nöfnin gefa til kynna hafa tvíkímblöðungar tvö kímblöð og einkímblöðungar aðeins eitt kímblað.



Á vinstri myndinni sést kímblað einkímblöðungs teygja sig upp úr moldinni. Myndin hægra megin er af tvíkímblöðungi.

Það eru þó fleiri atriði sem greina þessa tvo hópa í sundur. Blómhlutar tvíkímblöðunga, svo sem krónublöð, bikarblöð og fræflar, eru til dæmis alltaf margfeldi af fjórum eða fimm. Hjá einkímblöðungum eru blómhlutarnir hins vegar þrídeildir. Í blöðum tvíkímblöðunga eru æðstrengirnir greinóttir en hjá einkímblöðungum liggja þeir alltaf samsíða, hvort sem þeir eru bogstrengjóttir eða beinstrengjóttir.

Tvíkímblaða plöntur geta jafnframt verið ýmist trékenndar eða jurtkenndar en einkímblöðungar eru nánast alltaf jurtkenndir. Einu trékenndu einkímblöðungarnir eru pálmar og bambusplöntur.






















Páskaliljurnar vinstra megin eru einkímblöðungar en sóleyin hægra megin er tvíkímblöðungur

Tvíkímblöðungar eru mun fleiri en einkímblöðungar eða um 170 þúsund tegundir á móti 65 þúsund tegundum. Til tvíkímblöðunga teljast flest lauftré og runnar, sem og algengar blómplöntur eins og sóleyjar, fíflar, bláklukkur og baldursbrá. Til einkímblöðunga teljast hins vegar öll grös, liljur og brönugrös. Flestar mikilvægar nytjaplöntur, svo sem kornplöntur eins og hveiti, maís, bygg og rúgur, eru jafnframt einkímblöðungar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Raven, P.H., R.F. Evert og S.E. Eichhorn. 1999. Biology of Plants. W.H. Freeman and Company/Worth Publishers, New York.
  • Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.9.2006

Spyrjandi

Jóhannes Johannessen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?“ Vísindavefurinn, 12. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6186.

Jón Már Halldórsson. (2006, 12. september). Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6186

Jón Már Halldórsson. „Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6186>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?
Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru taldir vera forverar bæði ein- og tvíkímblöðunga.

Einkímblöðungar og tvíkímblöðungar draga heiti sitt af fjölda kímblaða sem eru til staðar í fræjum plantnanna, en eins og nöfnin gefa til kynna hafa tvíkímblöðungar tvö kímblöð og einkímblöðungar aðeins eitt kímblað.



Á vinstri myndinni sést kímblað einkímblöðungs teygja sig upp úr moldinni. Myndin hægra megin er af tvíkímblöðungi.

Það eru þó fleiri atriði sem greina þessa tvo hópa í sundur. Blómhlutar tvíkímblöðunga, svo sem krónublöð, bikarblöð og fræflar, eru til dæmis alltaf margfeldi af fjórum eða fimm. Hjá einkímblöðungum eru blómhlutarnir hins vegar þrídeildir. Í blöðum tvíkímblöðunga eru æðstrengirnir greinóttir en hjá einkímblöðungum liggja þeir alltaf samsíða, hvort sem þeir eru bogstrengjóttir eða beinstrengjóttir.

Tvíkímblaða plöntur geta jafnframt verið ýmist trékenndar eða jurtkenndar en einkímblöðungar eru nánast alltaf jurtkenndir. Einu trékenndu einkímblöðungarnir eru pálmar og bambusplöntur.






















Páskaliljurnar vinstra megin eru einkímblöðungar en sóleyin hægra megin er tvíkímblöðungur

Tvíkímblöðungar eru mun fleiri en einkímblöðungar eða um 170 þúsund tegundir á móti 65 þúsund tegundum. Til tvíkímblöðunga teljast flest lauftré og runnar, sem og algengar blómplöntur eins og sóleyjar, fíflar, bláklukkur og baldursbrá. Til einkímblöðunga teljast hins vegar öll grös, liljur og brönugrös. Flestar mikilvægar nytjaplöntur, svo sem kornplöntur eins og hveiti, maís, bygg og rúgur, eru jafnframt einkímblöðungar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Raven, P.H., R.F. Evert og S.E. Eichhorn. 1999. Biology of Plants. W.H. Freeman and Company/Worth Publishers, New York.
  • Wikimedia Commons
...