Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita hvaðan þetta er komið. Kær kveðja, Áslaug.

Orðasambandið það er kálfshár og fífa í einhverjum merkir að 'einhver sé stuttur í spuna, sé í vondu skapi'. Það er fremur sjaldgæft og aðeins fjórar heimildir finnast í Ritmálssafni Orðabókar Hákólans. Ein var úr tímaritinu Rétti frá 1937, tvær úr skáldsögum eftir Halldór Laxness og ein úr verki Þórðar Tómassonar, Eyfellskar sagnir. Það finnst einnig í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:417).

Hafi kálfshár eitthvað verið notað með fífu til ljósa hefur líklegast ekki logað lengi í kveiknum.

Um auðugri garð var gresja í safni Orðabókarinnar úr talmáli. Orðasambandið virðist nokkuð staðbundið á Suðurlandi. Halldór Halldórsson prófessor skrifaði um það í riti sínu Örlög orðanna sem kom út 1958 og hafði þá dæmi úr Árnes-, Rangárvalla- og Skaftfellssýslum. Halldór nefnir sem skýringu að kálfshár hafi lítið verið notað til að gera úr því hluti. Fífan var notuð í kveiki. Hafi kálfshár eitthvað verið notað með fífu til ljósa hefur líklegast ekki logað lengi í kveiknum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.9.2015

Spyrjandi

Elenóra Áslaug Kristinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?“ Vísindavefurinn, 9. september 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70242.

Guðrún Kvaran. (2015, 9. september). Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70242

Guðrún Kvaran. „Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70242>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita hvaðan þetta er komið. Kær kveðja, Áslaug.

Orðasambandið það er kálfshár og fífa í einhverjum merkir að 'einhver sé stuttur í spuna, sé í vondu skapi'. Það er fremur sjaldgæft og aðeins fjórar heimildir finnast í Ritmálssafni Orðabókar Hákólans. Ein var úr tímaritinu Rétti frá 1937, tvær úr skáldsögum eftir Halldór Laxness og ein úr verki Þórðar Tómassonar, Eyfellskar sagnir. Það finnst einnig í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:417).

Hafi kálfshár eitthvað verið notað með fífu til ljósa hefur líklegast ekki logað lengi í kveiknum.

Um auðugri garð var gresja í safni Orðabókarinnar úr talmáli. Orðasambandið virðist nokkuð staðbundið á Suðurlandi. Halldór Halldórsson prófessor skrifaði um það í riti sínu Örlög orðanna sem kom út 1958 og hafði þá dæmi úr Árnes-, Rangárvalla- og Skaftfellssýslum. Halldór nefnir sem skýringu að kálfshár hafi lítið verið notað til að gera úr því hluti. Fífan var notuð í kveiki. Hafi kálfshár eitthvað verið notað með fífu til ljósa hefur líklegast ekki logað lengi í kveiknum.

Heimildir:

Mynd: