Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7670 svör fundust
Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...
Hvernig veit maður hvað er spurning? Og ef maður veit það, hvernig veit maður svarið?
Spyrjandi spyr okkur spurningarinnar: "Hvernig veit maður hvað er spurning?" Við getum orðað svarið við þeirri spurningu til dæmis svona: Við vitum að tiltekin setning er spurning ef í henni felst áskorun til viðmælanda um að veita upplýsingar. Um þessa skilgreiningu á spurningu má til dæmis lesa í svörum Erlendar...
Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...
Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...
Hvar fær maður kennitölu?
Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...
Hvað éta kanínur?
Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?
Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur ...
Hvernig verkar sjónvarp?
Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...
Hvað er NAT (Network Address Translation)?
NAT er skammstöfun og stendur fyrir 'netword address translation'. Á íslensku er notað hugtakið netnúmerstúlkun. Í stuttu máli er það aðferð til að gefa mörgum tölvum sömu IP-töluna (e. Internet Protocol address). Sökum þess að skortur er á IP-tölum í heiminum, það er að segja IPv4 (e. Internet Protocol version 4)...
Hvernig er skólaganga einhvers sem býr í Bandaríkjunum ef hann ætlar að verða skurðlæknir?
Skólakerfið í Bandaríkjunum er ólíkt því sem við þekkjum á Íslandi og uppbyggingin önnur. Til að komast inn í læknaskóla (e. medical school) í Bandaríkjunum þarf fyrst að ljúka fjögurra ára grunnháskólanámi (e. undergraduate study). Á þessu stigi mega nemar velja hvaða aðalfag sem er, en best er að læra eitthv...
Á hverju nærast sveppir?
Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...
Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...