Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er NAT (Network Address Translation)?

Stefán Þorvarðarson

NAT er skammstöfun og stendur fyrir 'netword address translation'. Á íslensku er notað hugtakið netnúmerstúlkun. Í stuttu máli er það aðferð til að gefa mörgum tölvum sömu IP-töluna (e. Internet Protocol address). Sökum þess að skortur er á IP-tölum í heiminum, það er að segja IPv4 (e. Internet Protocol version 4) tölum, þarf oft að samnýta þær. Venjuleg heimilisnettenging er til að mynda bara með eina IP-tölu en þó geta margar tölvur verið á heimilinu. Tölvurnar á heimilinu fá þá sínar eigin IP-tölur á innra netinu, það er þráðlausa netinu og víraða netinu á heimilinu, en þær IP-tölur eru ekki aðgengilegar á Internetinu. Þessar IP-tölur eru fráteknar sem innri IP-tölur og eru ekki gildar úti á Internetinu (samkvæmt staðlinum rfc1918).

Netbúnaðurinn á heimilinu, það er venjulegur ADSL-beinir (e. router) eða sá búnaður sem sér um netsambandið, þýðir svo þessar innri IP-tölur yfir í þá IP-tölu sem heimilið hefur á Internetinu. Tökum dæmi: Tölvur inni á heimilum fá venjulegar IP-tölur sem byrja á 192.168.X.X, til dæmis 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65. Gerum ráð fyrir að heimilistengingin hafi fengið ytri IP-töluna 1.2.3.4 úti á Internetinu. Þegar tölvur á heimilinu með IP-tölur 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þurfa að hafa samband út á Internetið þá fer umferðin gegnum netbúnaðinn á heimilinu og hann framkvæmir NAT eða netnúmerstúlkun þannig að tölvurnar á heimilinu líta út fyrir að koma frá ytri IP-tölunni 1.2.3.4 úti á Internetinu. Öll umferð sem kemur til baka og tilheyrir þeim samskiptum er svo þýdd aftur til baka í innri IP-tölurnar 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þannig að tölvurnar á innri netinu fái samskiptin til sín.

Þegar tölvur á heimilinu með IP-tölur 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þurfa að hafa samband út á Internetið þá fer umferðin gegnum beininn á heimilinu og hann framkvæmir NAT eða netnúmerstúlkun þannig að tölvurnar á heimilinu líta út fyrir að koma frá ytri IP-tölunni 1.2.3.4 úti á Internetinu.

Helsti gallinn við NAT er að án sérstillinga geta tölvur á innra netinu ekki keyrt sínar eigin þjónustur fyrir aðrar tölvur á Internetinu. Þar sem samskipti af Internetinu þurfa alltaf að fara fram með ytri IP-tölunni veit netbúnaðurinn á heimilinu ekki hvaða tölva á innra netinu á að fá samskiptin ef samskiptin byrjuðu ekki á innra netinu. Eina leiðin fram hjá þessu er að skilgreina sérstakar reglur í netbúnaðinum (e. port forwarding).

Verið er að vinna að því að fjölga IP-tölum í heiminum en nýju IP-tölurnar kallast IPv6 (e. Internet Protocol version 6). Þegar IPv6-tölurnar komast í gagnið verður NAT óþarft þar sem nægar IP-tölur verða á lausu.

Heimild:

Mynd:
  • Emelía Eiríksdóttir bjó til.

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

9.4.2013

Spyrjandi

Salmann Árnason

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hvað er NAT (Network Address Translation)?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18093.

Stefán Þorvarðarson. (2013, 9. apríl). Hvað er NAT (Network Address Translation)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18093

Stefán Þorvarðarson. „Hvað er NAT (Network Address Translation)?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er NAT (Network Address Translation)?
NAT er skammstöfun og stendur fyrir 'netword address translation'. Á íslensku er notað hugtakið netnúmerstúlkun. Í stuttu máli er það aðferð til að gefa mörgum tölvum sömu IP-töluna (e. Internet Protocol address). Sökum þess að skortur er á IP-tölum í heiminum, það er að segja IPv4 (e. Internet Protocol version 4) tölum, þarf oft að samnýta þær. Venjuleg heimilisnettenging er til að mynda bara með eina IP-tölu en þó geta margar tölvur verið á heimilinu. Tölvurnar á heimilinu fá þá sínar eigin IP-tölur á innra netinu, það er þráðlausa netinu og víraða netinu á heimilinu, en þær IP-tölur eru ekki aðgengilegar á Internetinu. Þessar IP-tölur eru fráteknar sem innri IP-tölur og eru ekki gildar úti á Internetinu (samkvæmt staðlinum rfc1918).

Netbúnaðurinn á heimilinu, það er venjulegur ADSL-beinir (e. router) eða sá búnaður sem sér um netsambandið, þýðir svo þessar innri IP-tölur yfir í þá IP-tölu sem heimilið hefur á Internetinu. Tökum dæmi: Tölvur inni á heimilum fá venjulegar IP-tölur sem byrja á 192.168.X.X, til dæmis 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65. Gerum ráð fyrir að heimilistengingin hafi fengið ytri IP-töluna 1.2.3.4 úti á Internetinu. Þegar tölvur á heimilinu með IP-tölur 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þurfa að hafa samband út á Internetið þá fer umferðin gegnum netbúnaðinn á heimilinu og hann framkvæmir NAT eða netnúmerstúlkun þannig að tölvurnar á heimilinu líta út fyrir að koma frá ytri IP-tölunni 1.2.3.4 úti á Internetinu. Öll umferð sem kemur til baka og tilheyrir þeim samskiptum er svo þýdd aftur til baka í innri IP-tölurnar 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þannig að tölvurnar á innri netinu fái samskiptin til sín.

Þegar tölvur á heimilinu með IP-tölur 192.168.1.63, 192.168.1.64 og 192.168.1.65 þurfa að hafa samband út á Internetið þá fer umferðin gegnum beininn á heimilinu og hann framkvæmir NAT eða netnúmerstúlkun þannig að tölvurnar á heimilinu líta út fyrir að koma frá ytri IP-tölunni 1.2.3.4 úti á Internetinu.

Helsti gallinn við NAT er að án sérstillinga geta tölvur á innra netinu ekki keyrt sínar eigin þjónustur fyrir aðrar tölvur á Internetinu. Þar sem samskipti af Internetinu þurfa alltaf að fara fram með ytri IP-tölunni veit netbúnaðurinn á heimilinu ekki hvaða tölva á innra netinu á að fá samskiptin ef samskiptin byrjuðu ekki á innra netinu. Eina leiðin fram hjá þessu er að skilgreina sérstakar reglur í netbúnaðinum (e. port forwarding).

Verið er að vinna að því að fjölga IP-tölum í heiminum en nýju IP-tölurnar kallast IPv6 (e. Internet Protocol version 6). Þegar IPv6-tölurnar komast í gagnið verður NAT óþarft þar sem nægar IP-tölur verða á lausu.

Heimild:

Mynd:
  • Emelía Eiríksdóttir bjó til.

...