Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna?

Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.:
Þá mælti Þorbjörn: „Þetta er mikill maður, og eigi kann eg mann á velli að sjá ef það er eigi Grettir Ásmundarson, og mun hann þykjast eiga ærnar sakir við oss; og verðum við rösklega og látum engan bilbug á okkur sjá.“ (Stafsetningu breytt).

Orðið merkir ‘undanlátssemi, hugleysi, hik, ótti’ en einnig ‘sveigja á (herfylkingu), undanhald’. Í fornu máli gat bil merkt ‘veikleiki, illa varinn staður’ (Fritzner, I:137) og bugur merkir ‘beygja, hlykkur, vík inn í eitthvað’ (Íslensk orðsifjabók, 90).

Jón G. Friðjónsson (2006: 63) telur að af dæmum úr fornu máli um bilbugur megi sjá að það merki sama og bugur og nefnir nokkur dæmi. Síðan segir hann:

Bugur vísar hér til ‘sveigju á herfylkingu (þar sem hún bognar/svignar fyrir)’ og er þá skammt í yfirfærða merkingu ‘ótti (í bardaga) (er á hallar, óvinir vinna svig á fylkingunni))’.

Orðið bilbugur er þá samsett úr bil og bugur í fyrrgreindum merkingum og láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá merkir þá ‘að sýna engin merki um uppgjöf eða ótta’.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
  • Fritzner, Johan. 1886. Ordbog over det gamle norske Sprog. Første Bind, A–Hj. Bls. 137. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
  • Grettis saga. 1936. Íslenzk fornrit. VII. bindi. Guðni Jónsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning. Reykjavík.
  • View of the Grand Army of the Republic'. Wikimedia Commons. Olíumálverk frá 1865 eftir James Alexander Walker (1831–1898).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.10.2024

Spyrjandi

Anna María Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?“ Vísindavefurinn, 10. október 2024, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86881.

Guðrún Kvaran. (2024, 10. október). Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86881

Guðrún Kvaran. „Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2024. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86881>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna?

Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.:
Þá mælti Þorbjörn: „Þetta er mikill maður, og eigi kann eg mann á velli að sjá ef það er eigi Grettir Ásmundarson, og mun hann þykjast eiga ærnar sakir við oss; og verðum við rösklega og látum engan bilbug á okkur sjá.“ (Stafsetningu breytt).

Orðið merkir ‘undanlátssemi, hugleysi, hik, ótti’ en einnig ‘sveigja á (herfylkingu), undanhald’. Í fornu máli gat bil merkt ‘veikleiki, illa varinn staður’ (Fritzner, I:137) og bugur merkir ‘beygja, hlykkur, vík inn í eitthvað’ (Íslensk orðsifjabók, 90).

Jón G. Friðjónsson (2006: 63) telur að af dæmum úr fornu máli um bilbugur megi sjá að það merki sama og bugur og nefnir nokkur dæmi. Síðan segir hann:

Bugur vísar hér til ‘sveigju á herfylkingu (þar sem hún bognar/svignar fyrir)’ og er þá skammt í yfirfærða merkingu ‘ótti (í bardaga) (er á hallar, óvinir vinna svig á fylkingunni))’.

Orðið bilbugur er þá samsett úr bil og bugur í fyrrgreindum merkingum og láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá merkir þá ‘að sýna engin merki um uppgjöf eða ótta’.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
  • Fritzner, Johan. 1886. Ordbog over det gamle norske Sprog. Første Bind, A–Hj. Bls. 137. Den norske Forlagsforening, Kristiania.
  • Grettis saga. 1936. Íslenzk fornrit. VII. bindi. Guðni Jónsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning. Reykjavík.
  • View of the Grand Army of the Republic'. Wikimedia Commons. Olíumálverk frá 1865 eftir James Alexander Walker (1831–1898).
...