Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær gaus Etna síðast?

EDS

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára.

Fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu og Etna eða allt aftur til 1500 fyrir Krist. Bæði grísk og rómversk skáld, svo sem Hesíód, Pindar og Virgil skrifuðu um gos í Etnu, og hjá Grikkjum urðu til goðsögur tengdar fjallinu. Ein gekk út á það að í Etnu væri smiðja eldguðsins Hefestosar og önnur var þess efnis að undir fjallinu lægi skrímslið Tífon sem kæmi jörðinni til að titra þegar það bylti sér.

Mynd tekin utan úr geimnum af eldgosi í Etnu árið 2002.

Heimildum ber ekki saman um hversu oft Etna hefur gosið á því 3500 ára tímabili sem skráð gossaga fjallsins nær yfir. Líklega má að einhverju leyti rekja það til þess hversu brotakenndar elstu heimildir eru og eins þess að fjallið lætur mjög oft á sér kræla án þess þó að um stórgos sé að ræða og því spurning hvernig talið er. Á heimasíðu Global Volcanism Program eru getið um yfir 200 eldgos frá því um 1500 fyrir Krist en ýmsar aðrar heimildir eru með mun lægri tölur, á bilinu 100-150.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð. Þar er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar þar sem í dag búa yfir 300.000 manns. Meðal frægari gosa í Etnu er eldgos sem hófst þann 11. mars 1699 og stóð til 15. júlí sama ár. Hraunrennsli sem fylgdi því gosi eyðilagði á annan tug þorpa neðarlega í fjallinu auk þess sem vestur hluti borgarinnar Cataníu varð undir hrauni. Þetta gos kostaði um 20.000 mannslíf.

Etna gýs það oft að svar við því hvenær fjallið gaus síðast skrifað á tilteknum tíma verður mjög fljótt úrelt. Þess vegna er lesendum bent á að nota leitarvélar á netinu til þess að fá nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.9.2005

Spyrjandi

Heimir Snær Heimisson, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Hvenær gaus Etna síðast?“ Vísindavefurinn, 23. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5284.

EDS. (2005, 23. september). Hvenær gaus Etna síðast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5284

EDS. „Hvenær gaus Etna síðast?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5284>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára.

Fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu og Etna eða allt aftur til 1500 fyrir Krist. Bæði grísk og rómversk skáld, svo sem Hesíód, Pindar og Virgil skrifuðu um gos í Etnu, og hjá Grikkjum urðu til goðsögur tengdar fjallinu. Ein gekk út á það að í Etnu væri smiðja eldguðsins Hefestosar og önnur var þess efnis að undir fjallinu lægi skrímslið Tífon sem kæmi jörðinni til að titra þegar það bylti sér.

Mynd tekin utan úr geimnum af eldgosi í Etnu árið 2002.

Heimildum ber ekki saman um hversu oft Etna hefur gosið á því 3500 ára tímabili sem skráð gossaga fjallsins nær yfir. Líklega má að einhverju leyti rekja það til þess hversu brotakenndar elstu heimildir eru og eins þess að fjallið lætur mjög oft á sér kræla án þess þó að um stórgos sé að ræða og því spurning hvernig talið er. Á heimasíðu Global Volcanism Program eru getið um yfir 200 eldgos frá því um 1500 fyrir Krist en ýmsar aðrar heimildir eru með mun lægri tölur, á bilinu 100-150.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð. Þar er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar þar sem í dag búa yfir 300.000 manns. Meðal frægari gosa í Etnu er eldgos sem hófst þann 11. mars 1699 og stóð til 15. júlí sama ár. Hraunrennsli sem fylgdi því gosi eyðilagði á annan tug þorpa neðarlega í fjallinu auk þess sem vestur hluti borgarinnar Cataníu varð undir hrauni. Þetta gos kostaði um 20.000 mannslíf.

Etna gýs það oft að svar við því hvenær fjallið gaus síðast skrifað á tilteknum tíma verður mjög fljótt úrelt. Þess vegna er lesendum bent á að nota leitarvélar á netinu til þess að fá nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Heimildir og mynd:...