Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar fær maður kennitölu?

Emelía Eiríksdóttir

Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; Þjóðskrá veitir fólki innan Evrópu kennitölur á meðan Útlendingastofnun sér um aðra. Ef barn foreldris með íslenskan ríkisborgararétt fæðist annars staðar en á Íslandi geta foreldrar barnsins sótt um íslenska kennitölu fyrir það hjá Þjóðskrá.

Ríkisskattstjóri (RSK) gefur út kennitölur til annarra en einstaklinga, það er að segja félaga, samtaka, stofnana og fyrirtækja. Þá er notast við skráningardagsetningu viðkomandi félags, samtaka, stofnunar eða fyrirtækis hjá RSK, auk þess sem tölustafnum 4 er bætt við fremsta tölustafinn. Fyrstu sex tölustafirnir í fyrirtæki sem er stofnað 30. október 2011 (það er 30.10.11) eru þannig 701011. Seinustu fjórir tölustafirnir í kennitölu fyrirtækisins eru síðan fengnir á sama hátt og kennitala einstaklinga, en um það er fjallað í svari við spurningunni: Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Með því að líta á fremsta tölustafinn í kennitölum er því hægt að sjá strax hvort um er að ræða einstakling eður ei. Kennitölur einstaklinga byrja nefnilega á 0, 1, 2 eða 3 á meðan kennitölur sem byrja á 4, 5, 6 eða 7 heyra til annarra.

Ólíkt því sem er hjá einstaklingum þá verður nafn félags, samtaka, stofnunar og fyrirtækis að vera einstakt; engin tvö fyrirtæki geta borið sama nafn. Strangt til tekið þyrftu því aðrir en einstaklingar í raun ekki kennitölu til að aðgreina sig. Kennitölur einar og sér eru hins vegar hentugri en nöfn í bankaviðskiptum þar sem um staðlaðan fjölda innsláttarreita er að ræða og því minni líkur á að mistök verði. Enn meira öryggi liggur í tengingu kennitölu og nafns, eins og íslenska bankakerfið er uppbyggt; ef nafn fyrirtækis, sem millifært er á, birtist á tölvuskjánum er nánast öruggt að greiðslan berist á réttan stað.

Heimildir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.11.2011

Síðast uppfært

5.10.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvar fær maður kennitölu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61147.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 28. nóvember). Hvar fær maður kennitölu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61147

Emelía Eiríksdóttir. „Hvar fær maður kennitölu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61147>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar fær maður kennitölu?
Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; Þjóðskrá veitir fólki innan Evrópu kennitölur á meðan Útlendingastofnun sér um aðra. Ef barn foreldris með íslenskan ríkisborgararétt fæðist annars staðar en á Íslandi geta foreldrar barnsins sótt um íslenska kennitölu fyrir það hjá Þjóðskrá.

Ríkisskattstjóri (RSK) gefur út kennitölur til annarra en einstaklinga, það er að segja félaga, samtaka, stofnana og fyrirtækja. Þá er notast við skráningardagsetningu viðkomandi félags, samtaka, stofnunar eða fyrirtækis hjá RSK, auk þess sem tölustafnum 4 er bætt við fremsta tölustafinn. Fyrstu sex tölustafirnir í fyrirtæki sem er stofnað 30. október 2011 (það er 30.10.11) eru þannig 701011. Seinustu fjórir tölustafirnir í kennitölu fyrirtækisins eru síðan fengnir á sama hátt og kennitala einstaklinga, en um það er fjallað í svari við spurningunni: Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Með því að líta á fremsta tölustafinn í kennitölum er því hægt að sjá strax hvort um er að ræða einstakling eður ei. Kennitölur einstaklinga byrja nefnilega á 0, 1, 2 eða 3 á meðan kennitölur sem byrja á 4, 5, 6 eða 7 heyra til annarra.

Ólíkt því sem er hjá einstaklingum þá verður nafn félags, samtaka, stofnunar og fyrirtækis að vera einstakt; engin tvö fyrirtæki geta borið sama nafn. Strangt til tekið þyrftu því aðrir en einstaklingar í raun ekki kennitölu til að aðgreina sig. Kennitölur einar og sér eru hins vegar hentugri en nöfn í bankaviðskiptum þar sem um staðlaðan fjölda innsláttarreita er að ræða og því minni líkur á að mistök verði. Enn meira öryggi liggur í tengingu kennitölu og nafns, eins og íslenska bankakerfið er uppbyggt; ef nafn fyrirtækis, sem millifært er á, birtist á tölvuskjánum er nánast öruggt að greiðslan berist á réttan stað.

Heimildir:...