Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur aðallega beint sjónum sínum að eru félagsfælni og líkamsskynjunarröskun. Andri hefur ásamt nemendum sínum átt í samstarfi við fjölda annarra vísindamanna, hérlendis sem erlendis.

Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð.

Helstu rannsóknir Andra á síðustu árum beinast að ferlum sem hafa áhrif á ýmsar geðraskanir. Eitt dæmi er að rannsóknahópur Andra hefur sýnt fram á að árátta og þráhyggja á sér ekki aðeins stað í áráttu- og þráhyggjuröskun heldur líka í félagsfælni og öðrum geðrænum vanda. Einstaklingar með félagsfælni upplifa oft áleitnar og þrálátar hugarmyndir um að verða sér til skammar í félagslegum aðstæðum, og bregðast gjarnan við þeim með ýmiss konar áráttu á borð við að endurtaka setningar í huganum og krossa sig.

Annað dæmi er svonefnd félagsleg áföll, en þá er átt við þegar fólk upplifir alvarlega höfnun eða niðurlægingu. Slík lífsreynsla er yfirleitt ekki talin vera raunverulegt áfall í helstu greiningarkerfum. Rannsóknir Andra og samstarfsfólks hans á síðustu árum benda hins vegar til þess að það skipti máli að greina á milli áfalla sem felast í ógnun gagnvart lífi og svo félagslegra áfalla, og að báðar þessar gerðir geti leitt til áfallastreituröskunar og mótað aðrar raskanir eins og félagsfælni.

Andri er fæddur árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, MA-prófi frá sömu stofnun 2003, og doktorsprófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Colorado 2009. Doktorsverkefni hans fólst í því að bera saman árangur af tvenns konar hópmeðferð við félagsfælni hjá háskólanemendum. Hann lauk kandídatsári frá McLean-spítala við Harvard-háskóla 2009, og stundaði tveggja ára nýdoktoranám við Brown-háskóla 2009-2011. Andri varð lektor við Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 2011, dósent 2014 og prófessor 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. október 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76408.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76408

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76408>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?
Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur aðallega beint sjónum sínum að eru félagsfælni og líkamsskynjunarröskun. Andri hefur ásamt nemendum sínum átt í samstarfi við fjölda annarra vísindamanna, hérlendis sem erlendis.

Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð.

Helstu rannsóknir Andra á síðustu árum beinast að ferlum sem hafa áhrif á ýmsar geðraskanir. Eitt dæmi er að rannsóknahópur Andra hefur sýnt fram á að árátta og þráhyggja á sér ekki aðeins stað í áráttu- og þráhyggjuröskun heldur líka í félagsfælni og öðrum geðrænum vanda. Einstaklingar með félagsfælni upplifa oft áleitnar og þrálátar hugarmyndir um að verða sér til skammar í félagslegum aðstæðum, og bregðast gjarnan við þeim með ýmiss konar áráttu á borð við að endurtaka setningar í huganum og krossa sig.

Annað dæmi er svonefnd félagsleg áföll, en þá er átt við þegar fólk upplifir alvarlega höfnun eða niðurlægingu. Slík lífsreynsla er yfirleitt ekki talin vera raunverulegt áfall í helstu greiningarkerfum. Rannsóknir Andra og samstarfsfólks hans á síðustu árum benda hins vegar til þess að það skipti máli að greina á milli áfalla sem felast í ógnun gagnvart lífi og svo félagslegra áfalla, og að báðar þessar gerðir geti leitt til áfallastreituröskunar og mótað aðrar raskanir eins og félagsfælni.

Andri er fæddur árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, MA-prófi frá sömu stofnun 2003, og doktorsprófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Colorado 2009. Doktorsverkefni hans fólst í því að bera saman árangur af tvenns konar hópmeðferð við félagsfælni hjá háskólanemendum. Hann lauk kandídatsári frá McLean-spítala við Harvard-háskóla 2009, og stundaði tveggja ára nýdoktoranám við Brown-háskóla 2009-2011. Andri varð lektor við Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 2011, dósent 2014 og prófessor 2016.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...