Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru erfðaorð?

Eiríkur Rögnvaldsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er hugtakið erfðaorð skilgreint? Eru öll orð sem landnámsmenn notuðu erfðaorð eða hvað er átt við með hugtakinu? Voru engin tökuorð í málinu þá?

Með hugtakinu erfðaorð er átt við orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur, það er hægt er að rekja þau til frumnorrænna orða. Það er því ekki þannig að öll orð sem koma fyrir í fornum textum eins og Íslendingasögum falli undir skilgreininguna erfðaorð vegna þess að á öllum tímum hafa verið í málinu tökuorð af öðrum uppruna.

Vissulega virðast fremur fá tökuorð hafa verið í máli landnámsfólks en þó má nefna algeng orð eins og akkeri, kista, tafla, klæði, herbergi og vín sem mörg hver eru komin í norrænu úr vesturgermönskum málum og oft upprunalega úr latínu.

Maður, hestur, sverð eru allt dæmi um erfðaorð, það er orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur. Fá tökuorð voru í máli landnámsfólks en algeng orð eins og klæði og herbergi eru þó dæmi um slíkt. Myndin er úr Heynesbók, handriti Jónsbókar frá 1525-1550.

Úr máli landnámsfólks eru einnig þekkt nokkur gelísk tökuorð eins og kapall, kláfur, kró, tarfur – og auk þess allnokkur mannanöfn og örnefni. Með kristnitökunni um árið 1000 kom svo fjöldi tökuorða inn í málið og má segja að alla tíð síðan hafi straumur tökuorða verið stöðugur þótt fjöldi þeirra og uppruni sé misjafn eftir tímabilum.

Mynd:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

17.2.2025

Spyrjandi

Margrét Ásta

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvað eru erfðaorð?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2025, sótt 21. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=54994.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2025, 17. febrúar). Hvað eru erfðaorð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54994

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvað eru erfðaorð?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2025. Vefsíða. 21. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54994>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru erfðaorð?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er hugtakið erfðaorð skilgreint? Eru öll orð sem landnámsmenn notuðu erfðaorð eða hvað er átt við með hugtakinu? Voru engin tökuorð í málinu þá?

Með hugtakinu erfðaorð er átt við orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur, það er hægt er að rekja þau til frumnorrænna orða. Það er því ekki þannig að öll orð sem koma fyrir í fornum textum eins og Íslendingasögum falli undir skilgreininguna erfðaorð vegna þess að á öllum tímum hafa verið í málinu tökuorð af öðrum uppruna.

Vissulega virðast fremur fá tökuorð hafa verið í máli landnámsfólks en þó má nefna algeng orð eins og akkeri, kista, tafla, klæði, herbergi og vín sem mörg hver eru komin í norrænu úr vesturgermönskum málum og oft upprunalega úr latínu.

Maður, hestur, sverð eru allt dæmi um erfðaorð, það er orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur. Fá tökuorð voru í máli landnámsfólks en algeng orð eins og klæði og herbergi eru þó dæmi um slíkt. Myndin er úr Heynesbók, handriti Jónsbókar frá 1525-1550.

Úr máli landnámsfólks eru einnig þekkt nokkur gelísk tökuorð eins og kapall, kláfur, kró, tarfur – og auk þess allnokkur mannanöfn og örnefni. Með kristnitökunni um árið 1000 kom svo fjöldi tökuorða inn í málið og má segja að alla tíð síðan hafi straumur tökuorða verið stöðugur þótt fjöldi þeirra og uppruni sé misjafn eftir tímabilum.

Mynd:...