Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá Eddu-miðlun en skýringin á því merki er: ,,framandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenska, sletta" (bls. xiii). Sama er að segja um upphrópunina sjitt. Hún er einnig merkt með ??

Slangur er orðfæri sem notað er í ákveðnum hópum eða við ákveðnar aðstæður. Það víkur frá viðurkenndu málsniði og einkennist af óvenjulegri orðmyndun, leik að orðum og myndmáli. Sögnin að dissa er slanguryrði og merkir 'leggja fæð á e-n', sömuleiðis sögnin bögga sem merkir 'trufla, ergja'. Orðið frík, sem notað er í ýmsum samsetningum eins og hollustufrík, íþróttafrík, er líka slangur, sem og sögnin að fríka í sambandinu fríka út 'sleppa sér' og fríka e-n út 'gera e-n ruglaðan'. Orðið gæi er líka dæmi um slanguryrði. Það hefur lagað sig að beygingarkerfinu en ekki hljóðkerfinu (það er borið fram g-æ-i, en ekki g-j-æ-i eins og búast hefði átt við, sbr. gær er borið fram g-j-æ-r og gæta g-j-æ-t-a).

Tökuorð er orð, sem fengið er að láni úr öðru máli en hefur lagað sig að hljóð- og beygingarkerfi viðtökumálsins. Slík orð eru fjölmörg í íslensku. Orðin kirkja, prestur, djákni, altari eru til dæmis öll gömul tökuorð. Meðal yngri tökuorða eru til dæmis dúkka, vaskur, kústur, skrúbba, viskustykki og fjölmörg fleiri sem komin eru úr dönsku, og einnig gír í bíl, jeppi, sjoppa sem sem öll eiga rætur at rekja til ensku.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.11.2002

Spyrjandi

Bryndís Snorradóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2877.

Guðrún Kvaran. (2002, 19. nóvember). Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2877

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2877>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?
Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá Eddu-miðlun en skýringin á því merki er: ,,framandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenska, sletta" (bls. xiii). Sama er að segja um upphrópunina sjitt. Hún er einnig merkt með ??

Slangur er orðfæri sem notað er í ákveðnum hópum eða við ákveðnar aðstæður. Það víkur frá viðurkenndu málsniði og einkennist af óvenjulegri orðmyndun, leik að orðum og myndmáli. Sögnin að dissa er slanguryrði og merkir 'leggja fæð á e-n', sömuleiðis sögnin bögga sem merkir 'trufla, ergja'. Orðið frík, sem notað er í ýmsum samsetningum eins og hollustufrík, íþróttafrík, er líka slangur, sem og sögnin að fríka í sambandinu fríka út 'sleppa sér' og fríka e-n út 'gera e-n ruglaðan'. Orðið gæi er líka dæmi um slanguryrði. Það hefur lagað sig að beygingarkerfinu en ekki hljóðkerfinu (það er borið fram g-æ-i, en ekki g-j-æ-i eins og búast hefði átt við, sbr. gær er borið fram g-j-æ-r og gæta g-j-æ-t-a).

Tökuorð er orð, sem fengið er að láni úr öðru máli en hefur lagað sig að hljóð- og beygingarkerfi viðtökumálsins. Slík orð eru fjölmörg í íslensku. Orðin kirkja, prestur, djákni, altari eru til dæmis öll gömul tökuorð. Meðal yngri tökuorða eru til dæmis dúkka, vaskur, kústur, skrúbba, viskustykki og fjölmörg fleiri sem komin eru úr dönsku, og einnig gír í bíl, jeppi, sjoppa sem sem öll eiga rætur at rekja til ensku.

...