Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita?

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?) Þar sem bóluefni við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) voru ekki komin til sögunnar þegar það svar var skrifað og heldur ekki ómíkron-afbrigði veirunnar, er vert að fjalla á ný um efnið.

Stutta svarið

Þeir sem fá COVID-19 verða yfirleitt smitandi 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Einstaklingar með COVID-19 virðast vera mest smitandi rétt fyrir upphaf einkenna og smithæfni fer minnkandi fyrstu vikuna þar á eftir. Flestir eru hættir að smita um viku eftir upphaf einkenna. Smit áður en einkenni koma fram eru þannig áberandi hluti af dreifingu COVID-19. Smit frá einstaklingum sem smitast af SARS-CoV-2 en fá aldrei einkenni, geta einnig átt sér stað en virðast sjaldgæfari.

Bólusetning við COVID-19, sérstaklega með mRNA-bóluefnum og eftir örvunarskammt, minnkar líkur á því að smitast af COVID-19. Einnig er vert að taka fram að þeir sem fá COVID-19 eftir bólusetningu, smita í mun skemmri tíma en óbólusettir með sjúkdóminn. Þannig er smithætta af völdum bólusettra mun minni en hjá þeim sem hafa ekki verið bólusettir.

Hvað gildir almennt um COVID-19-smit?[1]

Meðgöngutími (e. incubation period) er tíminn frá smiti þar til einkenni koma fram. Þessu er vanalega lýst með meðaltali eða algengu bili, því meðgöngutími getur verið breytilegur milli einstaklinga og þjóðfélagshópa. Meðgöngutími COVID-19 er almennt breytilegri en við á um margar aðrar öndunarfæraveirur. Áætlað meðaltal er nokkuð samfellt frá 5 og upp í 6,5 daga. Hins vegar þarf að hafa í huga að meðgöngutíminn getur verið töluvert styttri eða lengri - hann getur meira að segja farið upp í 2 vikur.

Þeir sem fá COVID-19 verða yfirleitt smitandi 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Einstaklingar með COVID-19 virðast vera mest smitandi rétt fyrir upphaf einkenna og smithæfni fer minnkandi fyrstu vikuna þar á eftir.

Tíminn frá því að einkenni byrja hjá einum sýktum einstaklingi og einkenni byrja hjá öðrum sem hann smitar er gjarnan kallað bil milli smita (e. serial interval). Bil milli smita er einnig breytilegt, en er að meðaltali 5,2 dagar.

Það er vel þekkt og ítarlega staðfest að einstaklingar með COVID-19 geta smitað án þess að einkenni séu til staðar. Gjarnan er það raunin að þessir smitandi einstaklingar eru einkennalausir til að byrja með en þróa síðar með sér einkenni. Ef smit verður frá þeim einstaklingum, kallast það á ensku presymptomatic transmission (PT). Ef smit verður frá einstaklingi sem fær engin einkenni COVID-19 kallast það á ensku asymptomatic transmission (AT). Þó að AT-smit sé mögulegt er það sjaldgæfara en PT-smit. Áætlað hefur verið að smit frá einstaklingum sem eru ekki enn komnir með einkenni valdi frá 45,9% til 69,1% smita.

Ef einstaklingur er jákvæður í prófi fyrir SARS-CoV-2 en sýnir engin einkenni er ekki hægt að spá fyrir um það hvort viðkomandi muni haldast einkennalaus, eins og gefur að skilja af breytilegum meðgöngutíma sjúkdómsins. Almennt er talið að í það minnsta ⅓ einstaklinga sem fær COVID-19 þrói aldrei með sér einkenni. Þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir aldurshópi og tilvist annarra undirliggjandi þátta hjá sýkta einstaklingnum.

Til að flækja myndina enn frekar er töluverður breytileiki á því hversu smitandi einstaklingur er. Þetta virðist vera vegna þess að mismikið er af veirunni í öndunarfærum fólks. Sumir hafa mjög mikið veirumagn og eru þar af leiðandi mjög smitandi, meira að segja þó einkenni séu ekki til staðar. Aðrir geta verið með lítið veirumagn og þannig lítið smitandi, meira að segja þó einkenni séu mikil.

Hvenær byrjar maður þá að vera smitandi?[2]

Almennt eru einstaklingar með COVID-19 mest smitandi snemma í sýkingarferlinu. Tímabilið sem einstaklingar með smitsjúkdóm eru smitandi, kallast smittímabil (e. infectious period).

Smittímabilið hefst vanalega 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Hápunktur smithættunnar virðist vera um sólarhring fyrir upphaf einkenna og fer dvínandi vikuna þar á eftir. Þannig eru einstaklingar með COVID-19 að meðaltali mest smitandi frá 2,5 dögum fyrir upphaf einkenna þar til 1,4 dögum frá upphafi einkenna, miðað við niðurstöður flestra rannsókna.

Flestir hætta að smita viku eftir upphaf einkenna og nær enginn er smitandi þegar 10 dagar hafa liðið frá upphafi einkenna.

Áhrif bólusetninga[3]

Öll bóluefnin við COVID-19 eru afar árangursrík í að koma í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm COVID-19 og dauða. Hins vegar koma bóluefnin einnig í veg fyrir smit, þar skiptir gerð bóluefna nokkru máli og einnig tími frá bólusetningu. Þetta hefur verið langsamlega mest rannsakað fyrir mRNA-bóluefnin frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Öll bóluefni sem samþykkt hafa verið hérlendis koma í veg fyrir smit stuttu eftir fulla bólusetningu, með virkni sem er vanalega í kringum 40-60%. Þessi vörn fer dvínandi með tímanum; vörnin gegn smiti (en ekki gegn einkennum, alvarlegum sjúkdómi eða dauða) virðist farin eftir 3 mánuði frá bólusetningu með bóluefni AstraZeneca en heldur sér í tilfelli mRNA-bóluefnanna. Rannsóknir hafa samfellt sýnt að þessi vörn magnast enn frekar eftir örvunarskammt.

Öll bóluefni sem samþykkt hafa verið hérlendis koma í veg fyrir smit stuttu eftir fulla bólusetningu, með virkni sem er vanalega í kringum 40-60%. Þessi vörn fer dvínandi með tímanum. Rannsóknir hafa sýnt að vörnin magnast enn frekar eftir örvunarskammt.

Vörn gegn smiti kemur augljóslega í veg fyrir dreifingu veirunnar. Hins vegar er það ekki eina leið bóluefnanna til að minnka dreifingu COVID-19. Bóluefnin minnka líka smittíma COVID-19 - svo meira að segja þó einstaklingur fái COVID-19 eftir bólusetningu og hafi töluvert veirumagn til að byrja með í öndunarfærum, minnkar veirumagn mun hraðar í samanburði við þá sem eru óbólusettir. Áætla má að langflestir bólusettir einstaklingar með COVID-19 séu ekki lengur smitandi 7 dögum frá upphafi einkenna.

Áhrif ómíkron[4]

Ómíkron er fimmta afbrigði SARS-CoV-2 sem hefur valdið markverðum áhyggjum um allan heim (ásamt alfa, beta, gamma og delta). Ómíkron einkennist af töluverðum stökkbreytingum í nokkrum erfðaröðum veirunnar, sérstaklega erfðaröðinni sem tjáir fyrir broddprótíni veirunnar (e. spike protein, einnig nefnt gaddprótín á íslensku).

Ómíkron uppgötvaðist fyrst í nóvember 2021. Fyrstu gögn benda til þess að afbrigðið sé sérlega smitandi, komi sér betur undan ónæmissvari gegn SARS-CoV-2 og valdi mögulega vægari sjúkdómi miðað við fyrri afbrigði. Til að mynda er vörn eftir að hafa fengið COVID-19 einu sinni, lítil sem engin þegar kemur að endursýkingu með ómíkron. Það er enn margt sem við eigum eftir að læra en nokkur atriði eru að skýrast.

Meðgöngutímabil ómíkron virðist ívið styttra miðað við fyrri afbrigði - sumar rannsóknir benda til meðgöngutímabils sem er að meðaltali 2-4 dagar (miðað við 5-6 dagar hjá fyrri afbrigðum). Ef þetta reynist vera rétt gæti þetta þýtt að ómíkron smitist síður áður en einkenni koma fram. Þetta er ekki staðfest að svo stöddu.

Einnig eru bóluefni, í það minnsta mRNA-bóluefnin, áfram verulega árangursrík í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauða COVID-19, þó vörnin gæti verið aðeins minni. Vörn gegn smiti minnkar enn frekar miðað við önnur afbrigði en virðist haldast áfram fyrir mRNA-bóluefnin (sú vörn, miðað við fyrstu gögn, minnkar niður í 30% að meðaltali). Enn fremur virðist örvunarskammtur auka þessa vörn enn frekar - hins vegar þurfum við lengri tíma til að meta þetta nánar.

Samantekt

  • Smit frá einstaklingum með COVID-19 getur átt sér stað óháð einkennum.
  • Einstaklingar með COVID-19 byrja vanalega að smita 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna.
  • Mesta hættan á smiti er rétt fyrir upphaf einkenna.
  • Flestir eru hættir að smita um viku frá upphafi einkenna, sérstaklega þeir sem eru bólusettir.
  • Bólusetning, sérstaklega með mRNA-bóluefnum, minnkar hættu á að smitast af COVID-19.
  • Smittímabil bólusettra sem fá COVID-19, er styttra en óbólusettra og bólusetning minnkar þannig dreifingu COVID-19.
  • Ómíkron-afbrigðið virðist dreifast betur milli manna, koma sér betur undan ónæmissvari okkar og hafa styttri meðgöngutíma. Hins vegar benda fyrstu gögn til þess að vörn gegn smiti sé áfram til staðar eftir bólusetningu og þá sérstaklega eftir örvunarskammt.

Tilvísanir:
  1. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 1-10.
  2. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 6, 9, 12-14.
  3. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 11, 15-21.
  4. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 11, 21-24.

Heimildir:

  1. Dhouib, W., o.fl. (2021). The incubation period during the pandemic of COVID-19: a systematic review and meta-analysis. Systematic reviews, 10(1), 101. (Sótt 10.1.2022).
  2. Alene, M. o.fl. (2021). Serial interval and incubation period of COVID-19: a systematic review and meta-analysis. BMC infectious diseases, 21(1), 257. (Sótt 10.1.2022).
  3. Wei, Y. o.fl. (2021, 18. ágúst). Comprehensive estimation for the length and dispersion of COVID-19 incubation period: a systematic review and meta-analysis. Infection. (Sótt 10.1.2022).
  4. Elias, C. o.fl. (2021). The incubation period of COVID-19: A meta-analysis. International Journal of Infectious Diseases, 104, 708–710. (Sótt 10.1.2022).
  5. Xin, H. o.fl. (2021). The Incubation Period Distribution of Coronavirus Disease 2019: A Systematic Review and Meta-analysis. Clinical Infectious Diseases, 73(12), 2344–2352. (Sótt 10.1.2022).
  6. Casey-Bryars, M. o.fl. (2021). Presymptomatic transmission of SARS-CoV-2 infection: a secondary analysis using published data. BMJ open, 11(6), e041240. (Sótt 10.1.2022).
  7. Oran, D. P., & Topol, E. J. (2021). The Proportion of SARS-CoV-2 Infections That Are Asymptomatic : A Systematic Review. Annals of Internal Medicine, 174(5), 655–662. (Sótt 10.1.2022).
  8. Chen, X. o.fl. (2021). Ratio of asymptomatic COVID-19 cases among ascertained SARS-CoV-2 infections in different regions and population groups in 2020: a systematic review and meta-analysis including 130 123 infections from 241 studies. BMJ open, 11:e049752. (Sótt 10.1.2022).
  9. Chen, P. Z. o.fl. (2021). Heterogeneity in transmissibility and shedding SARS-CoV-2 via droplets and aerosols. eLife, 10, e65774. (Sótt 10.1.2022).
  10. Cevik, M. o.fl. (2021). SARS-CoV-2, SARS-CoV, and MERS-CoV viral load dynamics, duration of viral shedding, and infectiousness: a systematic review and meta-analysis. The Lancet Microbe, 2(1), e13–e22. (Sótt 10.1.2022).
  11. Centers for Disease Control and Prevention. (2022, 4. janúar). What We Know About Quarantine and Isolation. (Sótt 10.1.2022).
  12. Meyerowitz, E. A. o.fl. (2021). Transmission of SARS-CoV-2: A Review of Viral, Host, and Environmental Factors. Annals of Internal Medicine, 174(1), 69–79. (Sótt 10.1.2022).
  13. Peeling, R. W., o.fl. (2021, 21. desember). Diagnostics for COVID-19: moving from pandemic response to control. The Lancet. (Sótt 10.1.2022).
  14. Bar-On, Y. M., Phillips, R. & Milo, R. (2020). Science Forum: SARS-CoV-2 (COVID-19) by the numbers. eLife 9:e57309.
  15. Eyre, D. W. o.fl. (2022, 5. janúar). Effect of Covid-19 Vaccination on Transmission of Alpha and Delta Variants. New England Journal of Medicine. (Sótt 10.1.2022).
  16. Singanayagam, A. o.fl. (2021, 29. október). Community transmission and viral load kinetics of the SARS-CoV-2 delta (B.1.617.2) variant in vaccinated and unvaccinated individuals in the UK: a prospective, longitudinal, cohort study. The Lancet Infectious Diseases. (Sótt 10.1.2022).
  17. Bozio C. H. o.fl. (2021). Laboratory-Confirmed COVID-19 Among Adults Hospitalized with COVID-19–Like Illness with Infection-Induced or mRNA Vaccine-Induced SARS-CoV-2 Immunity — Nine States, January–September 2021. MMWR Morb Mortal Wkly Rep, 70:1539–1544. (Sótt 10.1.2022).
  18. Cohn, B. A. o.fl. (2021, 4. nóvember). SARS-CoV-2 vaccine protection and deaths among US veterans during 2021. Science. (Sótt 10.1.2022).
  19. Shah, A. S. V. o.fl. (2021, 28. október). Effect of Vaccination on Transmission of SARS-CoV-2. New England Journal of Medicine, 385:1718-1720. (Sótt 10.1.2022).
  20. Riemersma, K. K. o.fl. (2021, 6. nóvember). Shedding of Infectious SARS-CoV-2 Despite Vaccination. medRxiv. (Sótt 10.1.2022).
  21. Centers for Disease Control and Prevention. (2022, 7. janúar). COVID-19 Vaccine Booster Shots. (Sótt 10.1.2022).
  22. Wold Health Organization. (2021, 26. nóvember). Classification of Omicron (B.1.1.529): SARS-CoV-2 Variant of Concern. (Sótt 10.1.2022).
  23. Lee J. J. o.fl. (2021). Importation and Transmission of SARS-CoV-2 B.1.1.529 (Omicron) Variant of Concern in Korea, November 2021. J Korean Med Sci, 36(50):e346. (Sótt 10.1.2022).
  24. Brandal, L. T. (2021). Outbreak caused by the SARS-CoV-2 Omicron variant in Norway, November to December 2021. Eurosurveillance, 26(50). (Sótt 10.1.2022).

Myndir:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

11.1.2022

Spyrjandi

Sigríður Sigurðardóttir, Þröstur Njálsson

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2022, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83035.

Jón Magnús Jóhannesson. (2022, 11. janúar). Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83035

Jón Magnús Jóhannesson. „Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2022. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita?

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?) Þar sem bóluefni við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) voru ekki komin til sögunnar þegar það svar var skrifað og heldur ekki ómíkron-afbrigði veirunnar, er vert að fjalla á ný um efnið.

Stutta svarið

Þeir sem fá COVID-19 verða yfirleitt smitandi 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Einstaklingar með COVID-19 virðast vera mest smitandi rétt fyrir upphaf einkenna og smithæfni fer minnkandi fyrstu vikuna þar á eftir. Flestir eru hættir að smita um viku eftir upphaf einkenna. Smit áður en einkenni koma fram eru þannig áberandi hluti af dreifingu COVID-19. Smit frá einstaklingum sem smitast af SARS-CoV-2 en fá aldrei einkenni, geta einnig átt sér stað en virðast sjaldgæfari.

Bólusetning við COVID-19, sérstaklega með mRNA-bóluefnum og eftir örvunarskammt, minnkar líkur á því að smitast af COVID-19. Einnig er vert að taka fram að þeir sem fá COVID-19 eftir bólusetningu, smita í mun skemmri tíma en óbólusettir með sjúkdóminn. Þannig er smithætta af völdum bólusettra mun minni en hjá þeim sem hafa ekki verið bólusettir.

Hvað gildir almennt um COVID-19-smit?[1]

Meðgöngutími (e. incubation period) er tíminn frá smiti þar til einkenni koma fram. Þessu er vanalega lýst með meðaltali eða algengu bili, því meðgöngutími getur verið breytilegur milli einstaklinga og þjóðfélagshópa. Meðgöngutími COVID-19 er almennt breytilegri en við á um margar aðrar öndunarfæraveirur. Áætlað meðaltal er nokkuð samfellt frá 5 og upp í 6,5 daga. Hins vegar þarf að hafa í huga að meðgöngutíminn getur verið töluvert styttri eða lengri - hann getur meira að segja farið upp í 2 vikur.

Þeir sem fá COVID-19 verða yfirleitt smitandi 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Einstaklingar með COVID-19 virðast vera mest smitandi rétt fyrir upphaf einkenna og smithæfni fer minnkandi fyrstu vikuna þar á eftir.

Tíminn frá því að einkenni byrja hjá einum sýktum einstaklingi og einkenni byrja hjá öðrum sem hann smitar er gjarnan kallað bil milli smita (e. serial interval). Bil milli smita er einnig breytilegt, en er að meðaltali 5,2 dagar.

Það er vel þekkt og ítarlega staðfest að einstaklingar með COVID-19 geta smitað án þess að einkenni séu til staðar. Gjarnan er það raunin að þessir smitandi einstaklingar eru einkennalausir til að byrja með en þróa síðar með sér einkenni. Ef smit verður frá þeim einstaklingum, kallast það á ensku presymptomatic transmission (PT). Ef smit verður frá einstaklingi sem fær engin einkenni COVID-19 kallast það á ensku asymptomatic transmission (AT). Þó að AT-smit sé mögulegt er það sjaldgæfara en PT-smit. Áætlað hefur verið að smit frá einstaklingum sem eru ekki enn komnir með einkenni valdi frá 45,9% til 69,1% smita.

Ef einstaklingur er jákvæður í prófi fyrir SARS-CoV-2 en sýnir engin einkenni er ekki hægt að spá fyrir um það hvort viðkomandi muni haldast einkennalaus, eins og gefur að skilja af breytilegum meðgöngutíma sjúkdómsins. Almennt er talið að í það minnsta ⅓ einstaklinga sem fær COVID-19 þrói aldrei með sér einkenni. Þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir aldurshópi og tilvist annarra undirliggjandi þátta hjá sýkta einstaklingnum.

Til að flækja myndina enn frekar er töluverður breytileiki á því hversu smitandi einstaklingur er. Þetta virðist vera vegna þess að mismikið er af veirunni í öndunarfærum fólks. Sumir hafa mjög mikið veirumagn og eru þar af leiðandi mjög smitandi, meira að segja þó einkenni séu ekki til staðar. Aðrir geta verið með lítið veirumagn og þannig lítið smitandi, meira að segja þó einkenni séu mikil.

Hvenær byrjar maður þá að vera smitandi?[2]

Almennt eru einstaklingar með COVID-19 mest smitandi snemma í sýkingarferlinu. Tímabilið sem einstaklingar með smitsjúkdóm eru smitandi, kallast smittímabil (e. infectious period).

Smittímabilið hefst vanalega 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna. Hápunktur smithættunnar virðist vera um sólarhring fyrir upphaf einkenna og fer dvínandi vikuna þar á eftir. Þannig eru einstaklingar með COVID-19 að meðaltali mest smitandi frá 2,5 dögum fyrir upphaf einkenna þar til 1,4 dögum frá upphafi einkenna, miðað við niðurstöður flestra rannsókna.

Flestir hætta að smita viku eftir upphaf einkenna og nær enginn er smitandi þegar 10 dagar hafa liðið frá upphafi einkenna.

Áhrif bólusetninga[3]

Öll bóluefnin við COVID-19 eru afar árangursrík í að koma í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm COVID-19 og dauða. Hins vegar koma bóluefnin einnig í veg fyrir smit, þar skiptir gerð bóluefna nokkru máli og einnig tími frá bólusetningu. Þetta hefur verið langsamlega mest rannsakað fyrir mRNA-bóluefnin frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Öll bóluefni sem samþykkt hafa verið hérlendis koma í veg fyrir smit stuttu eftir fulla bólusetningu, með virkni sem er vanalega í kringum 40-60%. Þessi vörn fer dvínandi með tímanum; vörnin gegn smiti (en ekki gegn einkennum, alvarlegum sjúkdómi eða dauða) virðist farin eftir 3 mánuði frá bólusetningu með bóluefni AstraZeneca en heldur sér í tilfelli mRNA-bóluefnanna. Rannsóknir hafa samfellt sýnt að þessi vörn magnast enn frekar eftir örvunarskammt.

Öll bóluefni sem samþykkt hafa verið hérlendis koma í veg fyrir smit stuttu eftir fulla bólusetningu, með virkni sem er vanalega í kringum 40-60%. Þessi vörn fer dvínandi með tímanum. Rannsóknir hafa sýnt að vörnin magnast enn frekar eftir örvunarskammt.

Vörn gegn smiti kemur augljóslega í veg fyrir dreifingu veirunnar. Hins vegar er það ekki eina leið bóluefnanna til að minnka dreifingu COVID-19. Bóluefnin minnka líka smittíma COVID-19 - svo meira að segja þó einstaklingur fái COVID-19 eftir bólusetningu og hafi töluvert veirumagn til að byrja með í öndunarfærum, minnkar veirumagn mun hraðar í samanburði við þá sem eru óbólusettir. Áætla má að langflestir bólusettir einstaklingar með COVID-19 séu ekki lengur smitandi 7 dögum frá upphafi einkenna.

Áhrif ómíkron[4]

Ómíkron er fimmta afbrigði SARS-CoV-2 sem hefur valdið markverðum áhyggjum um allan heim (ásamt alfa, beta, gamma og delta). Ómíkron einkennist af töluverðum stökkbreytingum í nokkrum erfðaröðum veirunnar, sérstaklega erfðaröðinni sem tjáir fyrir broddprótíni veirunnar (e. spike protein, einnig nefnt gaddprótín á íslensku).

Ómíkron uppgötvaðist fyrst í nóvember 2021. Fyrstu gögn benda til þess að afbrigðið sé sérlega smitandi, komi sér betur undan ónæmissvari gegn SARS-CoV-2 og valdi mögulega vægari sjúkdómi miðað við fyrri afbrigði. Til að mynda er vörn eftir að hafa fengið COVID-19 einu sinni, lítil sem engin þegar kemur að endursýkingu með ómíkron. Það er enn margt sem við eigum eftir að læra en nokkur atriði eru að skýrast.

Meðgöngutímabil ómíkron virðist ívið styttra miðað við fyrri afbrigði - sumar rannsóknir benda til meðgöngutímabils sem er að meðaltali 2-4 dagar (miðað við 5-6 dagar hjá fyrri afbrigðum). Ef þetta reynist vera rétt gæti þetta þýtt að ómíkron smitist síður áður en einkenni koma fram. Þetta er ekki staðfest að svo stöddu.

Einnig eru bóluefni, í það minnsta mRNA-bóluefnin, áfram verulega árangursrík í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauða COVID-19, þó vörnin gæti verið aðeins minni. Vörn gegn smiti minnkar enn frekar miðað við önnur afbrigði en virðist haldast áfram fyrir mRNA-bóluefnin (sú vörn, miðað við fyrstu gögn, minnkar niður í 30% að meðaltali). Enn fremur virðist örvunarskammtur auka þessa vörn enn frekar - hins vegar þurfum við lengri tíma til að meta þetta nánar.

Samantekt

  • Smit frá einstaklingum með COVID-19 getur átt sér stað óháð einkennum.
  • Einstaklingar með COVID-19 byrja vanalega að smita 2-3 dögum fyrir upphaf einkenna.
  • Mesta hættan á smiti er rétt fyrir upphaf einkenna.
  • Flestir eru hættir að smita um viku frá upphafi einkenna, sérstaklega þeir sem eru bólusettir.
  • Bólusetning, sérstaklega með mRNA-bóluefnum, minnkar hættu á að smitast af COVID-19.
  • Smittímabil bólusettra sem fá COVID-19, er styttra en óbólusettra og bólusetning minnkar þannig dreifingu COVID-19.
  • Ómíkron-afbrigðið virðist dreifast betur milli manna, koma sér betur undan ónæmissvari okkar og hafa styttri meðgöngutíma. Hins vegar benda fyrstu gögn til þess að vörn gegn smiti sé áfram til staðar eftir bólusetningu og þá sérstaklega eftir örvunarskammt.

Tilvísanir:
  1. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 1-10.
  2. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 6, 9, 12-14.
  3. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 11, 15-21.
  4. ^ Um efni þessa hluta, sjá heimildir nr. 11, 21-24.

Heimildir:

  1. Dhouib, W., o.fl. (2021). The incubation period during the pandemic of COVID-19: a systematic review and meta-analysis. Systematic reviews, 10(1), 101. (Sótt 10.1.2022).
  2. Alene, M. o.fl. (2021). Serial interval and incubation period of COVID-19: a systematic review and meta-analysis. BMC infectious diseases, 21(1), 257. (Sótt 10.1.2022).
  3. Wei, Y. o.fl. (2021, 18. ágúst). Comprehensive estimation for the length and dispersion of COVID-19 incubation period: a systematic review and meta-analysis. Infection. (Sótt 10.1.2022).
  4. Elias, C. o.fl. (2021). The incubation period of COVID-19: A meta-analysis. International Journal of Infectious Diseases, 104, 708–710. (Sótt 10.1.2022).
  5. Xin, H. o.fl. (2021). The Incubation Period Distribution of Coronavirus Disease 2019: A Systematic Review and Meta-analysis. Clinical Infectious Diseases, 73(12), 2344–2352. (Sótt 10.1.2022).
  6. Casey-Bryars, M. o.fl. (2021). Presymptomatic transmission of SARS-CoV-2 infection: a secondary analysis using published data. BMJ open, 11(6), e041240. (Sótt 10.1.2022).
  7. Oran, D. P., & Topol, E. J. (2021). The Proportion of SARS-CoV-2 Infections That Are Asymptomatic : A Systematic Review. Annals of Internal Medicine, 174(5), 655–662. (Sótt 10.1.2022).
  8. Chen, X. o.fl. (2021). Ratio of asymptomatic COVID-19 cases among ascertained SARS-CoV-2 infections in different regions and population groups in 2020: a systematic review and meta-analysis including 130 123 infections from 241 studies. BMJ open, 11:e049752. (Sótt 10.1.2022).
  9. Chen, P. Z. o.fl. (2021). Heterogeneity in transmissibility and shedding SARS-CoV-2 via droplets and aerosols. eLife, 10, e65774. (Sótt 10.1.2022).
  10. Cevik, M. o.fl. (2021). SARS-CoV-2, SARS-CoV, and MERS-CoV viral load dynamics, duration of viral shedding, and infectiousness: a systematic review and meta-analysis. The Lancet Microbe, 2(1), e13–e22. (Sótt 10.1.2022).
  11. Centers for Disease Control and Prevention. (2022, 4. janúar). What We Know About Quarantine and Isolation. (Sótt 10.1.2022).
  12. Meyerowitz, E. A. o.fl. (2021). Transmission of SARS-CoV-2: A Review of Viral, Host, and Environmental Factors. Annals of Internal Medicine, 174(1), 69–79. (Sótt 10.1.2022).
  13. Peeling, R. W., o.fl. (2021, 21. desember). Diagnostics for COVID-19: moving from pandemic response to control. The Lancet. (Sótt 10.1.2022).
  14. Bar-On, Y. M., Phillips, R. & Milo, R. (2020). Science Forum: SARS-CoV-2 (COVID-19) by the numbers. eLife 9:e57309.
  15. Eyre, D. W. o.fl. (2022, 5. janúar). Effect of Covid-19 Vaccination on Transmission of Alpha and Delta Variants. New England Journal of Medicine. (Sótt 10.1.2022).
  16. Singanayagam, A. o.fl. (2021, 29. október). Community transmission and viral load kinetics of the SARS-CoV-2 delta (B.1.617.2) variant in vaccinated and unvaccinated individuals in the UK: a prospective, longitudinal, cohort study. The Lancet Infectious Diseases. (Sótt 10.1.2022).
  17. Bozio C. H. o.fl. (2021). Laboratory-Confirmed COVID-19 Among Adults Hospitalized with COVID-19–Like Illness with Infection-Induced or mRNA Vaccine-Induced SARS-CoV-2 Immunity — Nine States, January–September 2021. MMWR Morb Mortal Wkly Rep, 70:1539–1544. (Sótt 10.1.2022).
  18. Cohn, B. A. o.fl. (2021, 4. nóvember). SARS-CoV-2 vaccine protection and deaths among US veterans during 2021. Science. (Sótt 10.1.2022).
  19. Shah, A. S. V. o.fl. (2021, 28. október). Effect of Vaccination on Transmission of SARS-CoV-2. New England Journal of Medicine, 385:1718-1720. (Sótt 10.1.2022).
  20. Riemersma, K. K. o.fl. (2021, 6. nóvember). Shedding of Infectious SARS-CoV-2 Despite Vaccination. medRxiv. (Sótt 10.1.2022).
  21. Centers for Disease Control and Prevention. (2022, 7. janúar). COVID-19 Vaccine Booster Shots. (Sótt 10.1.2022).
  22. Wold Health Organization. (2021, 26. nóvember). Classification of Omicron (B.1.1.529): SARS-CoV-2 Variant of Concern. (Sótt 10.1.2022).
  23. Lee J. J. o.fl. (2021). Importation and Transmission of SARS-CoV-2 B.1.1.529 (Omicron) Variant of Concern in Korea, November 2021. J Korean Med Sci, 36(50):e346. (Sótt 10.1.2022).
  24. Brandal, L. T. (2021). Outbreak caused by the SARS-CoV-2 Omicron variant in Norway, November to December 2021. Eurosurveillance, 26(50). (Sótt 10.1.2022).

Myndir:...