Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 523 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?

Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann. Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum br...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?

Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...

category-iconHugvísindi

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?

Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...

category-iconHugvísindi

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing. Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másol...

category-iconHugvísindi

Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?

Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er fyrir neðan allar hellur?

Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...

category-iconLífvísindi: almennt

Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?

Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins veg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir? Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...

category-iconVísindi almennt

Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?

Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...

category-iconBókmenntir og listir

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?

Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...

Fleiri niðurstöður