Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt og tali um að “berjast í bökkum,“ sem sé ekki uppruni þessa orðatiltækis. Hvað segir Vísindavefurinn um þetta?Orðasambandið að berjast í bökkum ‘eiga í erfiðleikum (einkum fjárhagslega)’ þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar, samanber dæmi hér fyrir neðan úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:
hvørsu mikid, sem […] lausamenn sýnast ad mega ávinna med bralli sínu […] er þó sem med íllann leik berjist í bøckum fyrir flestum jafnvel í gódum árum.Dæmið er úr ritinu Margvíslegt Gaman og Alvara, í Safni Smárita og Qvæda ýmislegra Rithöfunda en höfundar eru Magnús Stephensen og fleiri. Orðið bakki hefur fleiri en eina merkingu: ‘barmur, brún; hóll, hæð; aflangur skýjabólstur ...’.
- Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I A–K. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
- Mynd: Piqsels. (Sótt 20.8.2020).