Ef sá maður … andast út hér er engi á frænda hér á landi, … þá á félagi hans að taka arf … En ef hann á eigi félaga þá skal taka mötunautur hans. En ef mötunautar hans eru fleiri en einn þá skal sá taka er oftast hefur átt mat við hann.Um borð í skipi til forna gátu verið fleiri en eitt mötuneyti, það er nokkrir menn voru saman um mat og matseld. Í Fóstbræðra sögu segir til dæmis (ÍF VI: 198 (stafsetningu breytt)):
Þá er Þorgeir kom norður í höfnina, setti hann fram skipið og bjó. Gautur Sleituson var til skips kominn og hafði annað mötuneyti en Þorgeir. Þar var illt til eldiviðar, og fóru sinn dag hvárir að afla eldibranda, Þorgeir og hans förunautar, Gautur og hans förunautar.Þessi gamla merking orðsins mötuneyti er nú að mestu horfin en í staðinn er orðið notað um stað þar sem matur er seldur, oftast á stórum vinnustöðum, og eingöngu ætlaður starfsmönnum. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna:
fengu svo verktakar leigðan stóran verkamannaskála með mötuneyti fyrir 150 manns.Menn matast vissulega saman eins og áður en kaupa matinn af fyrirtækinu sem þeir vinna við og neyta hans í matsalnum. Heimildir og mynd:
- Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. 1992. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og Menning.
- ÍF = Íslensk fornrit VI. Vestfirðinga sögur. Reykjavík, Hið íslenska fornritafélag.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 31.7.2013).
- Mynd: FSM Breakfast & Lunch Provision | Driffield School. (Sótt 31. 7. 2013).
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.