Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fyrir neðan allar hellur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávarsker'. Orðasambandið fyrir neðan allar hellur um eitthvað sem er alveg fráleitt, algerlega ótækt þekkist frá lokum 19. aldar. Hella virðist hér merkja 'sjávarbotn; jarðlag' og telur Jón Friðjónsson það vísa til hugmynda manna um dýpt sjávar. Orðasambandið vísar þá til neðstu marka, dýpra verður ekki sokkið (2006:331).

Jón Friðjónsson telur að orðasambandið 'fyrir neðan allar hellur' vísi til hugmynda manna um dýpt sjávar.

Ýmist skyld orðasambönd virðast hafa komið upp í lok 19. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þau eru: niður fyrir allar hellur, niður undir allar hellur, ofan undir allar hellur. Þau virðast notuð með ýmsum sögnum til áhersluauka, t.d. bölva, lasta, níða, skamma, svívirða. Elst virðist þó niður undir hellur úr bókinni Sumar-Giøf handa Børnum frá Sra Gudmundi Jónssyni sem gefin var úr í Leirárgörðum 1795. Nokkur dæmi um orðasamböndin, fengin úr Ritmálsskránni, sýna vel notkunina:

Nú er henni [ɔ: vöruskiptaversluninni] bölvað niður fyrir allar hellur.
að níða hann niður fyrir allar hellur.
Jóni Hjaltalín er bölvanlega við Valtý og skammar hann niður fyrir allar hellur.
eg skammast mín nidur undir hellur.
Lánsverzlunin íslenzka er löstuð niður fyrir allar hellur.
en áður en varði tóku einstök félög og stéttir að rísa gegn því [ɔ: frumvarpinu], og var það nítt niður fyrir allar hellur.
Fjölnir gerði þessa tilraun, en var hrakinn niður undir allar hellur.
og setja honum fyrir sjónir fúlmennsku hans, svo að hann skammaðist sín niður undir allar hellur.
en úthúða og níða undir allar hellur allt og alla
ég óska víst Alþingi ofan undir allar hellur.
bölvar öllu þjóðlegu ofan undir allar hellur.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Reykjavík, Mál og menning.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.9.2015

Spyrjandi

Árni Jörgensen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er fyrir neðan allar hellur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2015, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70291.

Guðrún Kvaran. (2015, 4. september). Hvað er fyrir neðan allar hellur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70291

Guðrún Kvaran. „Hvað er fyrir neðan allar hellur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2015. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70291>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fyrir neðan allar hellur?
Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávarsker'. Orðasambandið fyrir neðan allar hellur um eitthvað sem er alveg fráleitt, algerlega ótækt þekkist frá lokum 19. aldar. Hella virðist hér merkja 'sjávarbotn; jarðlag' og telur Jón Friðjónsson það vísa til hugmynda manna um dýpt sjávar. Orðasambandið vísar þá til neðstu marka, dýpra verður ekki sokkið (2006:331).

Jón Friðjónsson telur að orðasambandið 'fyrir neðan allar hellur' vísi til hugmynda manna um dýpt sjávar.

Ýmist skyld orðasambönd virðast hafa komið upp í lok 19. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þau eru: niður fyrir allar hellur, niður undir allar hellur, ofan undir allar hellur. Þau virðast notuð með ýmsum sögnum til áhersluauka, t.d. bölva, lasta, níða, skamma, svívirða. Elst virðist þó niður undir hellur úr bókinni Sumar-Giøf handa Børnum frá Sra Gudmundi Jónssyni sem gefin var úr í Leirárgörðum 1795. Nokkur dæmi um orðasamböndin, fengin úr Ritmálsskránni, sýna vel notkunina:

Nú er henni [ɔ: vöruskiptaversluninni] bölvað niður fyrir allar hellur.
að níða hann niður fyrir allar hellur.
Jóni Hjaltalín er bölvanlega við Valtý og skammar hann niður fyrir allar hellur.
eg skammast mín nidur undir hellur.
Lánsverzlunin íslenzka er löstuð niður fyrir allar hellur.
en áður en varði tóku einstök félög og stéttir að rísa gegn því [ɔ: frumvarpinu], og var það nítt niður fyrir allar hellur.
Fjölnir gerði þessa tilraun, en var hrakinn niður undir allar hellur.
og setja honum fyrir sjónir fúlmennsku hans, svo að hann skammaðist sín niður undir allar hellur.
en úthúða og níða undir allar hellur allt og alla
ég óska víst Alþingi ofan undir allar hellur.
bölvar öllu þjóðlegu ofan undir allar hellur.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Reykjavík, Mál og menning.

Mynd:

...