Líkt og aðrir Grikkir öttu grískir myndlistarmenn sífellt kappi hver við annan. Fræg er sagan af Parrhasíosi Efesos og Zeuxisi frá Herakleu sem voru að metast um hvor þeirra væri betri myndlistarmaður. Zeuxis svipti hulunni af málverki sínu og voru berin á myndinni svo raunveruleg að fuglarnir reyndu að borða þau. Þá bað Zeuxis Parrhasíos að svipta hulunni af málverki sínu en hann svaraði um hæl að hulan væri málverkið. Zeuxis tókst því að blekkja fuglana en Parrhasíosi tókst að blekkja Zeuxis. Aristóteles hafði ekki eins miklar mætur á Zeuxis og Pólýgnótosi. Sagan segir að Zeuxis hafi dáið úr hlátri eftir að hafa málað mynd af gamalli konu sem vildi sjálf sitja fyrir sem Afródíta. Parrhasíos var á hinn bóginn talinn með þeim allra bestu. Nöfn margra myndlistarmanna og heiti margra verka þeirra eru þekkt. Meðal þekktra nafna eru nokkur nöfn kvenna, til dæmis Eirena, Alkisþena og Tímareta. Þrælar fengu hins vegar ekki að stunda myndlist. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku? eftir Geir Þ. Þórarinsson
- Wikipedia.org. Sótt 27.2.2009.