Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 55 svör fundust
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...
Af hverju kemur stjörnuhrap?
Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?
Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)Enn fremur segir Páll:Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-18...
Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?
Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og val...
Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?
Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa ...
Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...
Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?
Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...
Hvað er usli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...
Í hverju bjuggu víkingar?
Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...
Hvað er basalt?
Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...