Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"?Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. Algengast er að það merki 1. ‘tjón, skaði, óskundi’, einkum með sögnunum valda og gera, það er valda usla, gera usla. Aðrar merkingar eru ‘2. kliður, hávaði; 3. mannfjöldi; 4. galli, ágalli; 5. kláði; 6. eldur, glæður’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘glóð í ösku’ og ‘tjón’. Dæmi um allar merkingarnar má finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans á Árnastofnun. Hér verða aðeins nefnd fáein dæmi:
bæti hinum firir wsla og hagabeit (1587) heldur ridjast hvur um annan med is og usla einsog ad veraldlegum síslunum. (19. öld) í víðlendum borgum er uslinn manns og umferðin svo mikil. (19. öld) og yrði grófur usli á landshöfðingjatúninu ef allt grjót og annað efni ætti að flytjast yfir túnið. (1880) eg fer að hætta þessu pári fyrst von er á þessum usla hingað. (1846) Þeir […] slökktu fyrst uslann með skæru víni. (19. öld)Um uppruna einstakra merkinga er best að skoða Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar sem nálgast má rafrænt á Árnastofnun undir Málið.is. Mynd:
- Wikipedia. Insurrection of 10 August 1792. (Sótt 11.6.2019).