Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu?
Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunni: Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?). Hér á landi eru standberg víða við strendur landsins, en einnig má sjá forn standberg frá ísaldarlokum, frá þeim tíma þegar sjór stóð tímabundið talsvert hærra en nú, einkum með suðurströndinni og á Snæfellsnesi. Víða eru forn standberg nú orpin skriðum, að minnsta kosti undirhlíðarnar, þar sem sjór hefur ekki náð til að hreinsa burt hið lausa grjót.

Og Hornbjarg úr djúpinu rís." (Kristján frá Djúpalæk