... því hafgang þann ei hefta veður blíð sem voldug reisir Rán á Eyjasandi, þar sem hún heyir heimsins langa stríð.Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson sjávaröldunni sem sífellt nagar landið. Því hafaldan er alltaf að, þó að mest muni um öldugang í stórviðrum. Um það efni lærðu jarðfræðingar merka lexíu í Surtseyjargosinu 1963-67. Þá hafði hraun runnið úr gígnum frá apríl 1964 og myndað dyngjulaga hraun um suðvestur-, suður- og suðausturströnd eyjarinnar sem hallaði jafnt frá sjávarmáli og upp að gígnum. Síðla vetrar 1965 gerði vikulangt stórviðri af suðaustan, og þegar að var komið höfðu myndast 12 metra háir sjávarhamrar í hrauninu og stórgrýtt hnullungafjara sem teygði sig norður alla austurströndina til nyrsta odda eyjarinnar. Eyjan leit í stuttu máli út eins og hún væri ævagömul. Í svipuðu stórviðri aldarfjórðungi seinna var ölduhæð við Vestmannaeyjar mæld og reyndist vera 28 metrar.
- Flickr.com. Höfundur myndar: Ron Cogswell. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 6.1.2023).