Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?

Sigurður Steinþórsson

Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa jökulinn í tvo skriðjökla sem streyma fram hjá skerinu sinn hvoru megin og naga bergið, en grjót úr því hrynur niður á jökulinn. Þar sem skriðjöklarnir sameinast aftur neðan við skerið myndar grjótið urðarrana, „rönd“ á skaftfellsku, sem teygist eftir Breiðamerkurjökli alla leið frá Esjufjöllum niður að Jökulsárlóni.

Esjufjöll og Esjufjallarönd séð úr flugvél. Horft í suður í átt að Jökulsárlóni.

Talið er að nokkur fjöll á Norðurlandi hafi staðið sem jökulsker upp úr jökulbreiðu síðasta kuldaskeiðs ísaldar og á þeim tórt harðgerðar jurtir, ekki síst birkið, sem síðan hafi lagt undir sig landið eftir að jöklarnir hurfu fyrir 10.000 árum. Þá stóðu eftir hvassir tindar, horn eða hryggir sem skriðjöklarnir höfðu mótað, til dæmis Kirkjufell á Snæfellsnesi og hryggurinn Drangafjall milli Öxnadals og Hörgárdals.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.12.2019

Spyrjandi

Sæbjörg Jóhannesdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77450.

Sigurður Steinþórsson. (2019, 2. desember). Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77450

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77450>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?
Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa jökulinn í tvo skriðjökla sem streyma fram hjá skerinu sinn hvoru megin og naga bergið, en grjót úr því hrynur niður á jökulinn. Þar sem skriðjöklarnir sameinast aftur neðan við skerið myndar grjótið urðarrana, „rönd“ á skaftfellsku, sem teygist eftir Breiðamerkurjökli alla leið frá Esjufjöllum niður að Jökulsárlóni.

Esjufjöll og Esjufjallarönd séð úr flugvél. Horft í suður í átt að Jökulsárlóni.

Talið er að nokkur fjöll á Norðurlandi hafi staðið sem jökulsker upp úr jökulbreiðu síðasta kuldaskeiðs ísaldar og á þeim tórt harðgerðar jurtir, ekki síst birkið, sem síðan hafi lagt undir sig landið eftir að jöklarnir hurfu fyrir 10.000 árum. Þá stóðu eftir hvassir tindar, horn eða hryggir sem skriðjöklarnir höfðu mótað, til dæmis Kirkjufell á Snæfellsnesi og hryggurinn Drangafjall milli Öxnadals og Hörgárdals.

Mynd: ...