Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hverju bjuggu víkingar?

Hildur Guðmundsdóttir

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús.

Elstu híbýli víkinga eru kölluð langhús. Það var eitt stórt rými sem síðan var oft hólfað niður í tvö eða fleiri herbergi. Á Norðurlöndunum og víðar voru sums staðar byggð önnur minni hús umhverfis aðalbygginguna sem voru þó aðskilin, það er ekki tengd öðrum húsum. Á Íslandi þróaðist húsagerðin þannig að á 11. öld urðu húsin stærri og samsett úr nokkrum smærri húsum, svo sem eldhúsi eða skála, stofu, salerni og búri, sem tengd voru saman gegnum skálann. Slíkir bæir hafa einnig fundist í Noregi.



Stöng í Þjórsárdal.

Dæmi um slíkan bæ er Stöng í Þjórsárdal. Árið 1974, á 1100 ára afmæli byggðar á Íslandi, var reistur þjóðveldisbær í Þjórsárdal, með Stöng sem fyrirmynd, rétt hjá þeim stað þar sem upphaflegi bærinn stóð. Þar er hægt að sjá hvernig var umhorfs á heimilum víkinga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:
  • P. G. Foote og D. M. Wilson. The Viking Achievement. Sidgwick & Jackson, London 1984.

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

26.5.2004

Spyrjandi

Þór Jensen

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Í hverju bjuggu víkingar?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4278.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 26. maí). Í hverju bjuggu víkingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4278

Hildur Guðmundsdóttir. „Í hverju bjuggu víkingar?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hverju bjuggu víkingar?
Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús.

Elstu híbýli víkinga eru kölluð langhús. Það var eitt stórt rými sem síðan var oft hólfað niður í tvö eða fleiri herbergi. Á Norðurlöndunum og víðar voru sums staðar byggð önnur minni hús umhverfis aðalbygginguna sem voru þó aðskilin, það er ekki tengd öðrum húsum. Á Íslandi þróaðist húsagerðin þannig að á 11. öld urðu húsin stærri og samsett úr nokkrum smærri húsum, svo sem eldhúsi eða skála, stofu, salerni og búri, sem tengd voru saman gegnum skálann. Slíkir bæir hafa einnig fundist í Noregi.



Stöng í Þjórsárdal.

Dæmi um slíkan bæ er Stöng í Þjórsárdal. Árið 1974, á 1100 ára afmæli byggðar á Íslandi, var reistur þjóðveldisbær í Þjórsárdal, með Stöng sem fyrirmynd, rétt hjá þeim stað þar sem upphaflegi bærinn stóð. Þar er hægt að sjá hvernig var umhorfs á heimilum víkinga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:
  • P. G. Foote og D. M. Wilson. The Viking Achievement. Sidgwick & Jackson, London 1984.
...