Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Georg Ingi Einarsson og Óli Valur Ómarsson

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Rauði liturinn kemur frá járnoxíði í berginu en í daglegu tali er járnoxíð kallað ryð.

Mars er köld og þurr reikistjarna og því gætu margir spurt sig hvernig ryðið sé tilkomið. Ein kenning er sú að ekki hafi þurft vatn til. Í einni tilraun tóku vísindamenn kvartsagnir og gerðu úr því fínt duft. Þegar þeir bættu magnetítdufti við, sáu þeir að duftið varð rautt að lit. Allt gerðist þetta án þess að vatn kom við sögu.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

20.7.2015

Spyrjandi

Magnús Arngrímur Sigurðsson, f. 2007

Tilvísun

Georg Ingi Einarsson og Óli Valur Ómarsson. „Af hverju er grjótið á Mars rautt?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69797.

Georg Ingi Einarsson og Óli Valur Ómarsson. (2015, 20. júlí). Af hverju er grjótið á Mars rautt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69797

Georg Ingi Einarsson og Óli Valur Ómarsson. „Af hverju er grjótið á Mars rautt?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69797>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Rauði liturinn kemur frá járnoxíði í berginu en í daglegu tali er járnoxíð kallað ryð.

Mars er köld og þurr reikistjarna og því gætu margir spurt sig hvernig ryðið sé tilkomið. Ein kenning er sú að ekki hafi þurft vatn til. Í einni tilraun tóku vísindamenn kvartsagnir og gerðu úr því fínt duft. Þegar þeir bættu magnetítdufti við, sáu þeir að duftið varð rautt að lit. Allt gerðist þetta án þess að vatn kom við sögu.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...