Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?

Sævar Helgi Bragason

Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega.

Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okkur ákveðna minnkun á honum. Að sjálfsögðu er hægt að velja hvaða hnött sem er, en hér vinnum við út frá jörðinni. Ímyndum okkur að jörðin sé á stærð við fótbolta, 25 cm í þvermál. Til að minnka sólina, tunglið, hinar reikistjörnurnar og fjarlægðir á milli þeirra um sama hlutfall þurfum við að finna hversu mikil hlutfallsleg minnkun jarðarinnar er. Það er fundið á þennan hátt:
hlutfall = ímynduð stærð / raunveruleg stærð
eða
hlutfall = 0,25 m / 12.756.000 m = 1,96∙10-8
Nú er einfalt að margfalda raunverulegar stærðir með þessari tölu til að fá stærðir í minnkaða sólkerfinu okkar. Fyrir sólina er til dæmis:
(1.392.000.000 m) ∙ (1,96∙10-8) = 27,28 m

Þetta endurtökum við fyrir hvert það fyrirbæri sem við ætlum að reikna út. Þegar það er búið lítur þetta svona út:

Fyrirbæri:Raunverulegt þvermál:Stærð eftir útreikninga:
Sólin1.392.000 km2.728 cm eða 27,28 m
Merkúr4880 km9,5 cm
Venus12.102 km23,72 cm
Jörðin12.756 km25,00 cm
Tunglið3.476 km6,8 cm
Mars6.786 km13,30 cm
Júpíter142.984 km280 cm
Satúrnus120.536 km236 cm
Úranus51.118 km100 cm
Neptúnus49.528 km97,07 cm
Plútó2.300 km4,5 cm

Hér sjást sólin, reikistjörnurnar og dvergreikistjörnurnar í réttum stærðarhlutföllum, en fjarlægðarhlutföllin eru röng.

Þegar við erum búin að reikna út þvermál sólar, plánetanna og tunglsins í sólkerfinu okkar sjáum við að sólin er lang stærsta fyrirbærið. Einnig er hægt að reikna fjarlægðirnar á sama hátt:

Fyrirbæri:Meðalfjarlægð frá sól:Fjarlægð eftir útreikninga:
Merkúr57.910.000 km1,13 km
Venus108.160.000 km2,12 km
Jörðin150.000.000 km2,94 km
Tunglið384.400 km7,53 m
Mars228.000.000 km4,47 km
Júpíter778.400.000 km15,25 km
Satúrnus1.427.000.000 km27,96 km
Úranus2.869.000.000 km56,23 km
Neptúnus4.496.000.000 km88,11 km
Plútó5.913.000.000 km115,88 km

Af þessu sést að ef jörðin væri fótbolti, væri hún í 2,94 km fjarlægð frá sólinni. Athyglisvert er líka að sjá hversu fjarlægðir á milli hnattanna eru miklar og miklu meiri en stærð þeirra. Í raun er hægt að segja að sólkerfið sé að langmestu leyti tómarúm.

Það getur svo verið áhugavert að prófa að staðsetja fyrirbærin miðað við þekkta staði, til dæmis kennileiti á hverjum stað með þessar stærðir og fjarlægðir fyrir framan sig. Við látum lesendum eftir að fást við það.

Mynd

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

5.6.2002

Síðast uppfært

6.9.2021

Spyrjandi

Helgi Arason, fæddur 1986

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2460.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 5. júní). Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2460

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2460>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?
Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega.

Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okkur ákveðna minnkun á honum. Að sjálfsögðu er hægt að velja hvaða hnött sem er, en hér vinnum við út frá jörðinni. Ímyndum okkur að jörðin sé á stærð við fótbolta, 25 cm í þvermál. Til að minnka sólina, tunglið, hinar reikistjörnurnar og fjarlægðir á milli þeirra um sama hlutfall þurfum við að finna hversu mikil hlutfallsleg minnkun jarðarinnar er. Það er fundið á þennan hátt:
hlutfall = ímynduð stærð / raunveruleg stærð
eða
hlutfall = 0,25 m / 12.756.000 m = 1,96∙10-8
Nú er einfalt að margfalda raunverulegar stærðir með þessari tölu til að fá stærðir í minnkaða sólkerfinu okkar. Fyrir sólina er til dæmis:
(1.392.000.000 m) ∙ (1,96∙10-8) = 27,28 m

Þetta endurtökum við fyrir hvert það fyrirbæri sem við ætlum að reikna út. Þegar það er búið lítur þetta svona út:

Fyrirbæri:Raunverulegt þvermál:Stærð eftir útreikninga:
Sólin1.392.000 km2.728 cm eða 27,28 m
Merkúr4880 km9,5 cm
Venus12.102 km23,72 cm
Jörðin12.756 km25,00 cm
Tunglið3.476 km6,8 cm
Mars6.786 km13,30 cm
Júpíter142.984 km280 cm
Satúrnus120.536 km236 cm
Úranus51.118 km100 cm
Neptúnus49.528 km97,07 cm
Plútó2.300 km4,5 cm

Hér sjást sólin, reikistjörnurnar og dvergreikistjörnurnar í réttum stærðarhlutföllum, en fjarlægðarhlutföllin eru röng.

Þegar við erum búin að reikna út þvermál sólar, plánetanna og tunglsins í sólkerfinu okkar sjáum við að sólin er lang stærsta fyrirbærið. Einnig er hægt að reikna fjarlægðirnar á sama hátt:

Fyrirbæri:Meðalfjarlægð frá sól:Fjarlægð eftir útreikninga:
Merkúr57.910.000 km1,13 km
Venus108.160.000 km2,12 km
Jörðin150.000.000 km2,94 km
Tunglið384.400 km7,53 m
Mars228.000.000 km4,47 km
Júpíter778.400.000 km15,25 km
Satúrnus1.427.000.000 km27,96 km
Úranus2.869.000.000 km56,23 km
Neptúnus4.496.000.000 km88,11 km
Plútó5.913.000.000 km115,88 km

Af þessu sést að ef jörðin væri fótbolti, væri hún í 2,94 km fjarlægð frá sólinni. Athyglisvert er líka að sjá hversu fjarlægðir á milli hnattanna eru miklar og miklu meiri en stærð þeirra. Í raun er hægt að segja að sólkerfið sé að langmestu leyti tómarúm.

Það getur svo verið áhugavert að prófa að staðsetja fyrirbærin miðað við þekkta staði, til dæmis kennileiti á hverjum stað með þessar stærðir og fjarlægðir fyrir framan sig. Við látum lesendum eftir að fást við það.

Mynd...