Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur. Hann er forseti Evrópusambands jarðefnafræðinga og einn af þremur stjórnendum vísindaráðs CarbFix-verkefnisins sem er stórt alþjóðlegt vísindaverkefni um bindingu kolefnis í bergi, eins og meðal annars er fjallað um í svari við spurningunni Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?

Meðal þess sem Sigurður hefur rannsakað er eldfjallaaska og eiginleikar hennar. Myndin hér fyrir neðan var tekin á öðrum degi eldgossins í Eyjafjallajökli klukkan 12:00 þann 15. apríl 2010, um 12 klukkustundum eftir að flugsamgöngur voru stöðvaðar í stórum hluta Vestur-Evrópu.

Myndin sýnir Sigurð Reyni taka sýni af gjóskunni á Mýrdalssandi, sem olli mestu röskun á flugsamgöngum í Evrópu frá því í heimsstyrjöldinni fyrri. Sýnið var tekið í myrkri fyrir framan bíljós inni í miðjum gosmekkinum.

Gjóskukornin voru óvenju lítil. Um 70% þeirra var minni en 60 míkrómetrar í þvermál sem svarar um það bil til einnar hársbreiddar. Svo fíngerð gjóska getur verið fleiri daga á lofti við rétt veðurskilyrði. Um 20% gjóskukornanna var minni en 10 míkrómetrar í þvermál. Svo lítil korn, sem eru hnífskörp, geta valdið alvarlegum öndunarfærasjúkdómum. Málmar og gastegundir þéttust á yfirborð gjóskukornanna í gosmekkinum og mynduðu að meðaltali 0,6 nanómetra þykka málmsalta- og sýru - húð utan um gjóskukornin. Húðin var auðleysanleg í vatni. Sýrur, sölt, málmar og næringarefni leysast því úr læðingi um leið og gjóskukorn lenda í vötnum eða sjó, eða þegar fyrst rignir á gjóskuna. Leysing yfirborðhimnunnar getur hvort tveggja skaðað eða bætt umhverfið. Rannsóknir á eiginleikum eldfjallaösku og dreifingu hennar eru því gríðarlega mikilvægar öryggi og heilsu fólks.

Sigurður Reynir er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977. Sigurður útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 1980 og lauk doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1985. Síðan þá hefur hann starfað við rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur.

Sigurður hefur skrifað yfir 100 greinar í alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit og bók á íslensku um kolefnihringrásina á jörðinni (Kolefnishringrásin, Hið íslenska bókmenntafélag 2012). Sigurður hefur fengið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín. Árið 2016 var hann kjörinn International Association of Geochemistry (IAGC) Fellow. Árið 2018 var hann kjörinn Geochemical Fellow bandarísku og evrópsku jarðefnafræðisamtakanna og sama ár hlaut hann The C.C Patterson Award frá Jarðefnafræðisamtökum Bandaríkjanna („The Geochemical Society“). Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum í jarðefnafræði. Þau eru veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði, sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Sigurður fékk verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi og á áhrifum eldgosa á umhverfið. Í ársbyrjun 2020 sæmdi forseti Íslands hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á kolefnisbindingu og jarðfræði Íslands.

Myndir:

  • © Ómar Óskarsson, Morgunblaðið.
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Myndasíða SRG. (Sótt 19.02.2018).

Útgáfudagur

22.2.2018

Síðast uppfært

28.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75310.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75310

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur. Hann er forseti Evrópusambands jarðefnafræðinga og einn af þremur stjórnendum vísindaráðs CarbFix-verkefnisins sem er stórt alþjóðlegt vísindaverkefni um bindingu kolefnis í bergi, eins og meðal annars er fjallað um í svari við spurningunni Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?

Meðal þess sem Sigurður hefur rannsakað er eldfjallaaska og eiginleikar hennar. Myndin hér fyrir neðan var tekin á öðrum degi eldgossins í Eyjafjallajökli klukkan 12:00 þann 15. apríl 2010, um 12 klukkustundum eftir að flugsamgöngur voru stöðvaðar í stórum hluta Vestur-Evrópu.

Myndin sýnir Sigurð Reyni taka sýni af gjóskunni á Mýrdalssandi, sem olli mestu röskun á flugsamgöngum í Evrópu frá því í heimsstyrjöldinni fyrri. Sýnið var tekið í myrkri fyrir framan bíljós inni í miðjum gosmekkinum.

Gjóskukornin voru óvenju lítil. Um 70% þeirra var minni en 60 míkrómetrar í þvermál sem svarar um það bil til einnar hársbreiddar. Svo fíngerð gjóska getur verið fleiri daga á lofti við rétt veðurskilyrði. Um 20% gjóskukornanna var minni en 10 míkrómetrar í þvermál. Svo lítil korn, sem eru hnífskörp, geta valdið alvarlegum öndunarfærasjúkdómum. Málmar og gastegundir þéttust á yfirborð gjóskukornanna í gosmekkinum og mynduðu að meðaltali 0,6 nanómetra þykka málmsalta- og sýru - húð utan um gjóskukornin. Húðin var auðleysanleg í vatni. Sýrur, sölt, málmar og næringarefni leysast því úr læðingi um leið og gjóskukorn lenda í vötnum eða sjó, eða þegar fyrst rignir á gjóskuna. Leysing yfirborðhimnunnar getur hvort tveggja skaðað eða bætt umhverfið. Rannsóknir á eiginleikum eldfjallaösku og dreifingu hennar eru því gríðarlega mikilvægar öryggi og heilsu fólks.

Sigurður Reynir er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977. Sigurður útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla Íslands í júní 1980 og lauk doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1985. Síðan þá hefur hann starfað við rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur.

Sigurður hefur skrifað yfir 100 greinar í alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit og bók á íslensku um kolefnihringrásina á jörðinni (Kolefnishringrásin, Hið íslenska bókmenntafélag 2012). Sigurður hefur fengið margskonar viðurkenningar fyrir störf sín. Árið 2016 var hann kjörinn International Association of Geochemistry (IAGC) Fellow. Árið 2018 var hann kjörinn Geochemical Fellow bandarísku og evrópsku jarðefnafræðisamtakanna og sama ár hlaut hann The C.C Patterson Award frá Jarðefnafræðisamtökum Bandaríkjanna („The Geochemical Society“). Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum í jarðefnafræði. Þau eru veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði, sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Sigurður fékk verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi og á áhrifum eldgosa á umhverfið. Í ársbyrjun 2020 sæmdi forseti Íslands hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á kolefnisbindingu og jarðfræði Íslands.

Myndir:

  • © Ómar Óskarsson, Morgunblaðið.
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Myndasíða SRG. (Sótt 19.02.2018).

...