Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?

Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini. Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínís...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rannsakað?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknarverkefni hans eru á sviði námskrárfræða, kennslufræði og menntastefnu annars vegar og kynjafræði hins vegar. Námskrárfræðin er í senn rannsóknarsvið og hagnýt grein. Doktorsverk Ingólfs fjallaði um vettvang menntaumbó...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði. Undanfarinn 15 ár hefur hann leitt stórt rannsóknarverkefni á svi...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Sjá fiskar vatn?

Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Viðar Guðmundsson rannsakað?

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands 1978, M.Sc.-gráðu frá Háskólanum í Alberta í Kanada 1980, og Ph.D.-gráðu frá sama skóla 1985. Viðar vann við rannsóknir á Max Planck-stofnuninni í Stuttgart í 3 ár áður en hann tók við rannsóknastöðu við Raun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort býður maður góðan dag eða góðan daginn?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn? Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini. Sterk beyging Veik beyging ...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur? Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?

Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?

Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconTrúarbrögð

Hversu stór var Golíat?

Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar. Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafn...

Fleiri niðurstöður