Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í starfi félagasamtaka, og situr meðal annars í framkvæmdastjórn ÍSÍ (Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands) og fulltrúaráði Hjartaverndar. Hún er auk þess dómari í kraftlyftingum.

Rannsóknir Ásu hafa einkum beinst að fjármunarétti og gjaldþrotaskiptarétti. Hún hefur um nokkurra ára skeið unnið að heildarrannsókn á lögum og dómaframkvæmd á sviði samningaréttar. Þá hefur Ása einnig gefið út bókina Neytendaréttur með Eiríki Jónssyni prófessor við Háskóla Íslands. Einnig má nefna rannsókn Ásu á endurreikningi gengistryggðra lána. Áður höfðu dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að gengistrygging innlendra lána sem miðuð væri við gengi erlendra mynta stæðist ekki lög. Í kjölfar þess voru sett lög um endurútreikning þeirra lána. Í rannsókn Ásu sem birtist í Úlfljóti (2012), gagnrýndi hún endurútreikning lána sem gerði ráð fyrir að lán væru reiknuð út með nýjum vöxtum frá lántökudegi, hefðu lántakendur staðið í skilum með greiðslur sínar á gjalddaga. Í kjölfarið var látið reyna á það fyrir dómstólum, sem komust að sömu niðurstöðu. Leiddi það til endurútreiknings fjölmargra lánasamninga.

Rannsóknir Ásu hafa einkum beinst að fjármunarétti og gjaldþrotaskiptarétti.

Enn fremur hafa rannsóknir Ásu snúið að réttarframkvæmd eftir Hrunið, en hún vinnur nú að rannsóknum sem tengjast lögfræðilegum hliðum Hrunsins. Þar hefur Ása byggt sitt framlag á rannsóknum á þessu sviði, auk reynslu af störfum hennar sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá febrúar 2009 til september 2010. Auk þess hefur Ása verið stjórnvöldum til aðstoðar eftir Hrunið, meðal annars við samningu frumvarpa í tengslum við gerð nauðasamninga fallinna fjármálafyrirtækja, en frumvarp um það var lagt fram samhliða lögum um stöðugleikaskatt og var nauðsynlegur hlekkur í afnámi gjaldeyrishafta. Þá hélt Ása á árunum eftir Hrunið fyrirlestra, bæði innanlands og erlendis, þar sem gerð var grein fyrir viðbrögðum innlendra stjórnvalda, einkum löggjafans, við þeim fordæmalausu aðstæðum sem Hrunið hafði í för með sér.

Ása hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, nú síðast norrænni rannsókn á sviði samninga- og kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016), en hún var einn ritstjóra þeirrar bókar, þar sem greindir voru megindrættir norræns samninga- og kröfuréttar. Hún er einnig höfundur fleiri bóka og hefur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Ása er fædd árið 1970. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1996 og meistaragráðu, LL.M. gráðu, frá Cambridge-háskóla árið 2000. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1998 og hæstaréttarlögmaður árið 2005. Að loknu lagaprófi starfaði hún sem lögmaður fram til ársins 2008 þegar hún kom til starfa í fullu starfi við Lagadeild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni ÁÓ.

Útgáfudagur

5.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 5. september 2018, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76259.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. september). Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76259

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2018. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76259>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?
Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í starfi félagasamtaka, og situr meðal annars í framkvæmdastjórn ÍSÍ (Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands) og fulltrúaráði Hjartaverndar. Hún er auk þess dómari í kraftlyftingum.

Rannsóknir Ásu hafa einkum beinst að fjármunarétti og gjaldþrotaskiptarétti. Hún hefur um nokkurra ára skeið unnið að heildarrannsókn á lögum og dómaframkvæmd á sviði samningaréttar. Þá hefur Ása einnig gefið út bókina Neytendaréttur með Eiríki Jónssyni prófessor við Háskóla Íslands. Einnig má nefna rannsókn Ásu á endurreikningi gengistryggðra lána. Áður höfðu dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að gengistrygging innlendra lána sem miðuð væri við gengi erlendra mynta stæðist ekki lög. Í kjölfar þess voru sett lög um endurútreikning þeirra lána. Í rannsókn Ásu sem birtist í Úlfljóti (2012), gagnrýndi hún endurútreikning lána sem gerði ráð fyrir að lán væru reiknuð út með nýjum vöxtum frá lántökudegi, hefðu lántakendur staðið í skilum með greiðslur sínar á gjalddaga. Í kjölfarið var látið reyna á það fyrir dómstólum, sem komust að sömu niðurstöðu. Leiddi það til endurútreiknings fjölmargra lánasamninga.

Rannsóknir Ásu hafa einkum beinst að fjármunarétti og gjaldþrotaskiptarétti.

Enn fremur hafa rannsóknir Ásu snúið að réttarframkvæmd eftir Hrunið, en hún vinnur nú að rannsóknum sem tengjast lögfræðilegum hliðum Hrunsins. Þar hefur Ása byggt sitt framlag á rannsóknum á þessu sviði, auk reynslu af störfum hennar sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá febrúar 2009 til september 2010. Auk þess hefur Ása verið stjórnvöldum til aðstoðar eftir Hrunið, meðal annars við samningu frumvarpa í tengslum við gerð nauðasamninga fallinna fjármálafyrirtækja, en frumvarp um það var lagt fram samhliða lögum um stöðugleikaskatt og var nauðsynlegur hlekkur í afnámi gjaldeyrishafta. Þá hélt Ása á árunum eftir Hrunið fyrirlestra, bæði innanlands og erlendis, þar sem gerð var grein fyrir viðbrögðum innlendra stjórnvalda, einkum löggjafans, við þeim fordæmalausu aðstæðum sem Hrunið hafði í för með sér.

Ása hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, nú síðast norrænni rannsókn á sviði samninga- og kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016), en hún var einn ritstjóra þeirrar bókar, þar sem greindir voru megindrættir norræns samninga- og kröfuréttar. Hún er einnig höfundur fleiri bóka og hefur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Ása er fædd árið 1970. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1996 og meistaragráðu, LL.M. gráðu, frá Cambridge-háskóla árið 2000. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1998 og hæstaréttarlögmaður árið 2005. Að loknu lagaprófi starfaði hún sem lögmaður fram til ársins 2008 þegar hún kom til starfa í fullu starfi við Lagadeild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni ÁÓ.

...