Í réttarríki er gert ráð fyrir að ef einn veldur öðrum tjóni skal sá hinn sami bæta það tjón. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja fyrir tjón sem þær geta valdið?Þegar bú fjármálafyrirtækis eru tekin til skipta er ekki farið eftir almennum reglum um gjaldþrotaskipti heldur sérstökum reglum sem finna má í lögum um fjármálafyrirtæki (nr. 161/2002). Þegar ákveðið hefur verið að fjármálafyrirtæki skuli tekið til slita skipar héraðsdómari slitastjórn. Slitastjórnin tekur þá við réttindum og skyldum sem stjórn fjármálafyrirtækisins og hluthafafundur höfðu áður á hendi. Fjármálaeftirlitið hefur svo eftirlit með rekstri fyrirtækisins eftir að slitastjórnin hefur tekið við. Fjármálaeftirlitið getur, til dæmis eftir ábendingu frá kröfuhafa, beint kröfu til héraðsdóms um að víkja skuli slitastjórn frá í heild, eða að hluta, þegar hún telst ekki hafa unnið störf sín í samræmi við settar reglur og heilbrigða viðskiptahætti og –venjur.

Í lögum um fjármálafyrirtæki er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stefna slitastjórnum. Á myndinni sést Hæstiréttur New York.
- Skaðabótamál vegna Glitnis | RÚV. (Skoðað 16.1.2014).
- Krefur slitastjórn Glitnis um bætur | RÚV. (Skoðað 16.1.2014).
- Viðskiptablaðið - Lárus stefnir Glitni. (Skoðað 16.1.2014).
- Viðskiptablaðið - Ingibjörg Pálmadóttir vill 60 milljónir frá slitastjórn. (Skoðað 16.1.2014).
- Tókust á um dómkvadda matsmenn | RÚV. (Skoðað 16.1.2014).
- New York Supreme Court - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 21.01.2014).