Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.

Undanfarinn 15 ár hefur hann leitt stórt rannsóknarverkefni á sviði spilafíknar sem hefur það markmið að safna upplýsingum um þátttöku í peningaspilum og um algengi spilafíknar meðal Íslendinga. Einnig hafa tengsl hugsanlegra áhættuþátta við spilafíkn verið könnuð til að öðlast betri skilning á því hvaða þættir í spilaumhverfi eða í eiginleikum spilara kunni að skýra hvers vegna þeir ánetjist peningaspilum.

Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.

Á þessum 15 árum hefur margt áunnist með aukinni þekkingu á útbreiðslu spilafíknar og hugsanlegra áhættuþátta hennar. Rannsóknir Daníels og samstarfsmanna á 13-18 ára unglingum sýndu að flestir spila peningaspil að einhverju marki og var algengi spilavanda á bilinu 2%-3%. Niðurstöður sýndu jafnframt að drengir voru líklegri en stúlkur til að skimast með spilavanda og að mögulegir áhættuþættir spilavanda unglinga voru athyglisbrestur með ofvirkni, reglubundin neysla áfengis og annarra vímuefna og reglubundin þátttaka í peningaspilum eins og spilakössum, póker og veðmálum á Netinu.

Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna á þátttöku fullorðinna Íslendinga í peningaspilum á árunum 2005 og 2007 sýndu að meirihluti þjóðarinnar spilaði peningaspil og að algengi spilavanda var 1,6%. Árið 2011 var gerð þriðja faraldsfræðilega rannsóknin þar sem áhrif efnahagshrunsins í október 2008 á peningaspilun landsmanna voru könnuð. Niðurstöður sýndu að peningaspilun hafði aukist töluvert frá fyrri könnunum og það mátti helst rekja til meiri þátttöku í Lottó, póker og í peningaspilum á erlendum netsíðum. Aðeins þátttaka í spilakössum dróst saman yfir tímabilið. Algengi spilavanda (2,5%) var meira en áður og þá frekar meðal karla (4,3%) en kvenna (0,7%). Þessa breytingu mátti helst skýra með aukinni þátttöku ungra karla í póker og í spilun peningaspila á erlendum vefsíðum. Hinsvegar mátti rekja meiri þátttöku í Lottó til efnahagshrunsins þar sem þeir sem áttu í fjárhagsvanda vegna efnahagshrunsins voru líklegri til að kaupa lottómiða en þeir sem ekki áttu við fjárhagsvanda að stríða.

Daníel tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði spilafíknar og situr í stjórn Norrænna samtaka um spilafíkn er nefnast Stiftelsen Nordiska Sällskapet för Upplysning om Spelberoende (SNSUS).

Daníel er fæddur árið 1967. Hann lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1995 og doktorsprófi frá háskólanum í York, Englandi árið 2000. Eftir doktorspróf starfaði Daníel við rannsóknir við háskólann í Surrey og síðar hjá Gallup á Íslandi. Daníel hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 2002.

Mynd:
  • Úr safni DÞÓ.

Útgáfudagur

16.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76314.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76314

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76314>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?
Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.

Undanfarinn 15 ár hefur hann leitt stórt rannsóknarverkefni á sviði spilafíknar sem hefur það markmið að safna upplýsingum um þátttöku í peningaspilum og um algengi spilafíknar meðal Íslendinga. Einnig hafa tengsl hugsanlegra áhættuþátta við spilafíkn verið könnuð til að öðlast betri skilning á því hvaða þættir í spilaumhverfi eða í eiginleikum spilara kunni að skýra hvers vegna þeir ánetjist peningaspilum.

Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.

Á þessum 15 árum hefur margt áunnist með aukinni þekkingu á útbreiðslu spilafíknar og hugsanlegra áhættuþátta hennar. Rannsóknir Daníels og samstarfsmanna á 13-18 ára unglingum sýndu að flestir spila peningaspil að einhverju marki og var algengi spilavanda á bilinu 2%-3%. Niðurstöður sýndu jafnframt að drengir voru líklegri en stúlkur til að skimast með spilavanda og að mögulegir áhættuþættir spilavanda unglinga voru athyglisbrestur með ofvirkni, reglubundin neysla áfengis og annarra vímuefna og reglubundin þátttaka í peningaspilum eins og spilakössum, póker og veðmálum á Netinu.

Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna á þátttöku fullorðinna Íslendinga í peningaspilum á árunum 2005 og 2007 sýndu að meirihluti þjóðarinnar spilaði peningaspil og að algengi spilavanda var 1,6%. Árið 2011 var gerð þriðja faraldsfræðilega rannsóknin þar sem áhrif efnahagshrunsins í október 2008 á peningaspilun landsmanna voru könnuð. Niðurstöður sýndu að peningaspilun hafði aukist töluvert frá fyrri könnunum og það mátti helst rekja til meiri þátttöku í Lottó, póker og í peningaspilum á erlendum netsíðum. Aðeins þátttaka í spilakössum dróst saman yfir tímabilið. Algengi spilavanda (2,5%) var meira en áður og þá frekar meðal karla (4,3%) en kvenna (0,7%). Þessa breytingu mátti helst skýra með aukinni þátttöku ungra karla í póker og í spilun peningaspila á erlendum vefsíðum. Hinsvegar mátti rekja meiri þátttöku í Lottó til efnahagshrunsins þar sem þeir sem áttu í fjárhagsvanda vegna efnahagshrunsins voru líklegri til að kaupa lottómiða en þeir sem ekki áttu við fjárhagsvanda að stríða.

Daníel tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á sviði spilafíknar og situr í stjórn Norrænna samtaka um spilafíkn er nefnast Stiftelsen Nordiska Sällskapet för Upplysning om Spelberoende (SNSUS).

Daníel er fæddur árið 1967. Hann lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1995 og doktorsprófi frá háskólanum í York, Englandi árið 2000. Eftir doktorspróf starfaði Daníel við rannsóknir við háskólann í Surrey og síðar hjá Gallup á Íslandi. Daníel hóf störf hjá Háskóla Íslands árið 2002.

Mynd:
  • Úr safni DÞÓ.

...