Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn?Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini.
Sterk beyging | Veik beyging | |||
Nf. et. | góður dagur | góði dagurinn | ||
Þf. | góðan dag | góða daginn | ||
Þgf. | góðum degi | góða deginum | ||
Ef. | góðs dags | góða dagsins | ||
Nf. ft. | góðir dagar | góðu dagarnir | ||
Þf. | góða daga | góðu dagana | ||
Þgf. | góðum dögum | góðu dögunum | ||
Ef. | góðra daga | góðu daganna |
- Flickr. Portrait of David Dubinsky tipping his hat. Eigandi myndarinnar er Kheel Center. Birt undir CC BY 2.0-leyfi Creative Commons. (Sótt 12.2.2019).