
Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni.

Á myndinni má sjá frumuræktir stofnfruma úr fósturvísum músa sem hafa fengið boðefni sem örva sérhæfingu yfir í frumkímfrumur. Græni liturinn er frá klögugeninu (e. green fluorescent protein (GFP)) sem í þessum frumum er undir stjórn genastjórnraðar sem virkjast við sérhæfingu frumnanna, nánar tiltekið fjarlægrar efliraðar gensins Oct4 (e. Oct4 distal enhancer). Frumurnar sem gefa frá sér græna ljómun við örvun frá útfjólubláu ljósi hafa því sérhæfst í frumkímfrumur.
- Úr safni EM.