Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni.

Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins í flestum frumum líkamans, en sérhver fruma notar aðeins hluta erfðamengisins. Það er tjáning eða notkun mismunandi gena erfðamengisins sem gerir það að verkum að frumur sérhæfast í mismunandi frumugerðir og starfa á mismunandi hátt. Það eru prótín sem kallast umritunarþættir sem stjórna því hvaða gen sérhver fruma tjáir. Þannig stjórna umritunarþættir því hvaða eiginleika og hegðun frumur hafa í samspili við það hvernig frumur skynja umhverfi sitt.

Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni.

Erna hefur einkum rannsakað það hvernig umritunarþættir stjórna því hvernig svokallaðar frumkímfrumur (e. primordial germ cells) ákvarðast í fósturþroska músa. Þessar frumur verða til mjög snemma í fósturþroska og gefa síðar af sér kynfrumur einstaklingsins, egg eða sæðisfrumur eftir því af hvoru kyni einstaklingurinn er. Einnig rannsakar Erna hvernig umritunarþættir stjórna því hvernig stofnfrumur úr fósturvísum músa taka fyrstu skrefin í að sérhæfast.

Ef tjáning umritunarþátta raskast í frumum geta þær meðal annars þróast yfir í æxlisfrumur og valdið krabbameini. Erna hefur því einnig rannsakað umritunarþætti sem stjórna frumum í Waldenströmssjúkdómi og mergæxlum.

Á myndinni má sjá frumuræktir stofnfruma úr fósturvísum músa sem hafa fengið boðefni sem örva sérhæfingu yfir í frumkímfrumur. Græni liturinn er frá klögugeninu (e. green fluorescent protein (GFP)) sem í þessum frumum er undir stjórn genastjórnraðar sem virkjast við sérhæfingu frumnanna, nánar tiltekið fjarlægrar efliraðar gensins Oct4 (e. Oct4 distal enhancer). Frumurnar sem gefa frá sér græna ljómun við örvun frá útfjólubláu ljósi hafa því sérhæfst í frumkímfrumur.

Erna fæddist árið 1974 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og vann hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 1999 til 2001. Hún lauk doktorsprófi frá Columbia-háskóla í New York árið 2007 og starfaði sem nýdoktor við háskólann í Cambridge árin 2007-2012 og gekk þá til liðs við Læknadeild Háskóla Íslands sem sérfræðingur, og síðan dósent frá árinu 2016. Doktorsverkefni Ernu fjallaði um umritunarþáttinn Blimp1 og hlutverk hans í lokasérhæfingu fruma í útþekju húðar og myndun ógegndræpiseiginleika húðar músa.

Myndir:
  • Úr safni EM.

Útgáfudagur

28.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76243.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76243

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76243>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?
Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni.

Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins í flestum frumum líkamans, en sérhver fruma notar aðeins hluta erfðamengisins. Það er tjáning eða notkun mismunandi gena erfðamengisins sem gerir það að verkum að frumur sérhæfast í mismunandi frumugerðir og starfa á mismunandi hátt. Það eru prótín sem kallast umritunarþættir sem stjórna því hvaða gen sérhver fruma tjáir. Þannig stjórna umritunarþættir því hvaða eiginleika og hegðun frumur hafa í samspili við það hvernig frumur skynja umhverfi sitt.

Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni.

Erna hefur einkum rannsakað það hvernig umritunarþættir stjórna því hvernig svokallaðar frumkímfrumur (e. primordial germ cells) ákvarðast í fósturþroska músa. Þessar frumur verða til mjög snemma í fósturþroska og gefa síðar af sér kynfrumur einstaklingsins, egg eða sæðisfrumur eftir því af hvoru kyni einstaklingurinn er. Einnig rannsakar Erna hvernig umritunarþættir stjórna því hvernig stofnfrumur úr fósturvísum músa taka fyrstu skrefin í að sérhæfast.

Ef tjáning umritunarþátta raskast í frumum geta þær meðal annars þróast yfir í æxlisfrumur og valdið krabbameini. Erna hefur því einnig rannsakað umritunarþætti sem stjórna frumum í Waldenströmssjúkdómi og mergæxlum.

Á myndinni má sjá frumuræktir stofnfruma úr fósturvísum músa sem hafa fengið boðefni sem örva sérhæfingu yfir í frumkímfrumur. Græni liturinn er frá klögugeninu (e. green fluorescent protein (GFP)) sem í þessum frumum er undir stjórn genastjórnraðar sem virkjast við sérhæfingu frumnanna, nánar tiltekið fjarlægrar efliraðar gensins Oct4 (e. Oct4 distal enhancer). Frumurnar sem gefa frá sér græna ljómun við örvun frá útfjólubláu ljósi hafa því sérhæfst í frumkímfrumur.

Erna fæddist árið 1974 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og vann hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 1999 til 2001. Hún lauk doktorsprófi frá Columbia-háskóla í New York árið 2007 og starfaði sem nýdoktor við háskólann í Cambridge árin 2007-2012 og gekk þá til liðs við Læknadeild Háskóla Íslands sem sérfræðingur, og síðan dósent frá árinu 2016. Doktorsverkefni Ernu fjallaði um umritunarþáttinn Blimp1 og hlutverk hans í lokasérhæfingu fruma í útþekju húðar og myndun ógegndræpiseiginleika húðar músa.

Myndir:
  • Úr safni EM.

...