Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?

Helga Ögmundsdóttir

Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp:

1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það?

Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins miðar einmitt að því að finna leghálskrabbamein og brjóstakrabbamein hjá konum sem ekki hafa nein einkenni. Í slíkri hópleit reynast auðvitað flestar vera alveg heilbrigðar en leitin skilar þeim góða árangri að þær konur sem finnast með krabbamein eru yfirleitt með mein á frumstigi eða ekki mjög langt gengið og þá eru líkur á lækningu mjög góðar.

Mikið hefur verið rætt um hvort unnt væri að leita að öðrum tegundum krabbameina með svipuðum hætti. Þá þarf að vega og meta ýmislegt. Ekki er alltaf auðvelt að finna sjúkdóminn á frumstigi eða til heppilegar og þægilegar aðferðir til þess, sum krabbamein eru það sjaldgæf að það myndi aldrei svara kostnaði að skoða þúsundir heilbrigðra fyrir hvern sjúkling sem kynni að greinast og stundum eru möguleikar á meðferð ekki sérlega góðir. Þau krabbamein sem helst er talað um að unnt væri að leita að eru krabbamein í eggjastokkum, í blöðruhálskirtli og ristli.

Til vinstri má sjá heilbrigt brjóst en til hægri má sjá brjóstakrabbamein.

2. Getur maður sem af einverjum orsökum fær grun um að hann sé með krabbamein fengið úr því skorið hvort sá grunur sé réttur?

Fólk getur fundið hjá sér ákveðin einkenni eða hættumerki sem gætu verið vísbending um tiltekið krabbamein. Þannig geta konur fundið hnút í brjósti, sem vekur grun um brjóstakrabbamein, fólk getur orðið vart við breytingu á hægðum, eða blóð í hægðum, sem getur verið merki um ristilkrabbamein, fæðingarblettur getur farið að stækka og breyta um lögun, sem gæti verið byrjun á sortuæxli í húð, og svo framvegis. Í þessum dæmum er um að ræða grun um tiltekið krabbamein og með læknisrannsókn er hægt að ganga úr skugga um hvort um það er að ræða.

Stundum fyllist fólk óljósum ótta um að það gæti verið með krabbamein án þess að hafa nokkur einkenni sem bendi á neitt sérstakt krabbamein. Þetta er öllu erfiðara að eiga við því að þá veit maður ekki að hverju skuli leitað. Því miður er ekki til neitt einfalt allsherjarpróf sem hægt væri að gera til dæmis á blóðsýni sem segir til um hvort maður er með einhvers konar krabbamein, en nokkuð algengt er að fólk spyrji um það. Að vísu eru til ýmiss konar blóðpróf fyrir tilteknum krabbameinum, en þau nýtast í rauninni best til að fylgjast með því hvort sjúkdómurinn er að taka sig upp aftur hjá einhverjum sem hefur læknast af krabbameini.

Ótti um að maður sé hugsanlega með krabbamein sprettur stundum af því að krabbamein hefur komið fyrir í fjölskyldunni og til eru ættir þar sem til dæmis brjóstakrabbamein eða ristilkrabbamein er algengara en gengur og gerist. Sjálfsagt er að fólk sem veit um slíka ættarsögu fylgist vel með líkama sínum og heilsu og láti athuga hvort eitthvað gæti verið á ferðinni ef grunur vaknar. En sem betur fer er ótti um að ungur, hraustur maður sé með krabbamein oftast ekki á rökum reistur.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Mynd:

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.9.2000

Spyrjandi

Valgerður Sif Hauksdóttir

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?“ Vísindavefurinn, 21. september 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=925.

Helga Ögmundsdóttir. (2000, 21. september). Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=925

Helga Ögmundsdóttir. „Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=925>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp:

1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það?

Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins miðar einmitt að því að finna leghálskrabbamein og brjóstakrabbamein hjá konum sem ekki hafa nein einkenni. Í slíkri hópleit reynast auðvitað flestar vera alveg heilbrigðar en leitin skilar þeim góða árangri að þær konur sem finnast með krabbamein eru yfirleitt með mein á frumstigi eða ekki mjög langt gengið og þá eru líkur á lækningu mjög góðar.

Mikið hefur verið rætt um hvort unnt væri að leita að öðrum tegundum krabbameina með svipuðum hætti. Þá þarf að vega og meta ýmislegt. Ekki er alltaf auðvelt að finna sjúkdóminn á frumstigi eða til heppilegar og þægilegar aðferðir til þess, sum krabbamein eru það sjaldgæf að það myndi aldrei svara kostnaði að skoða þúsundir heilbrigðra fyrir hvern sjúkling sem kynni að greinast og stundum eru möguleikar á meðferð ekki sérlega góðir. Þau krabbamein sem helst er talað um að unnt væri að leita að eru krabbamein í eggjastokkum, í blöðruhálskirtli og ristli.

Til vinstri má sjá heilbrigt brjóst en til hægri má sjá brjóstakrabbamein.

2. Getur maður sem af einverjum orsökum fær grun um að hann sé með krabbamein fengið úr því skorið hvort sá grunur sé réttur?

Fólk getur fundið hjá sér ákveðin einkenni eða hættumerki sem gætu verið vísbending um tiltekið krabbamein. Þannig geta konur fundið hnút í brjósti, sem vekur grun um brjóstakrabbamein, fólk getur orðið vart við breytingu á hægðum, eða blóð í hægðum, sem getur verið merki um ristilkrabbamein, fæðingarblettur getur farið að stækka og breyta um lögun, sem gæti verið byrjun á sortuæxli í húð, og svo framvegis. Í þessum dæmum er um að ræða grun um tiltekið krabbamein og með læknisrannsókn er hægt að ganga úr skugga um hvort um það er að ræða.

Stundum fyllist fólk óljósum ótta um að það gæti verið með krabbamein án þess að hafa nokkur einkenni sem bendi á neitt sérstakt krabbamein. Þetta er öllu erfiðara að eiga við því að þá veit maður ekki að hverju skuli leitað. Því miður er ekki til neitt einfalt allsherjarpróf sem hægt væri að gera til dæmis á blóðsýni sem segir til um hvort maður er með einhvers konar krabbamein, en nokkuð algengt er að fólk spyrji um það. Að vísu eru til ýmiss konar blóðpróf fyrir tilteknum krabbameinum, en þau nýtast í rauninni best til að fylgjast með því hvort sjúkdómurinn er að taka sig upp aftur hjá einhverjum sem hefur læknast af krabbameini.

Ótti um að maður sé hugsanlega með krabbamein sprettur stundum af því að krabbamein hefur komið fyrir í fjölskyldunni og til eru ættir þar sem til dæmis brjóstakrabbamein eða ristilkrabbamein er algengara en gengur og gerist. Sjálfsagt er að fólk sem veit um slíka ættarsögu fylgist vel með líkama sínum og heilsu og láti athuga hvort eitthvað gæti verið á ferðinni ef grunur vaknar. En sem betur fer er ótti um að ungur, hraustur maður sé með krabbamein oftast ekki á rökum reistur.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Mynd:...