Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 80 svör fundust
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...
Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?
Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...
Geta vísindamenn búið til veirur?
Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til ...
Stökkbreytast veirur hraðar en flóknar lífverur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru stökkbreytingar hraðari hjá veirum sem hafa fá gen, en hjá flóknari lífverum með fleiri gen? Erfðaefni flytur upplýsingar um byggingu og eiginleika lífvera milli kynslóða. Mikill munur er á stærð erfðamengja ólíkra lífvera og forma. Laukar hafa 30 milljarða basa í hverri f...
Er það rétt sem Dr. House segir í einum þætti að ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar?
Sjónvarpspersónan Dr. House segir eitthvað á þessa leið í einum þætti: „Ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar.“ Þessi setning felur í sér þá hugmynd að menn og höfrungar séu eins að upplagi. Það er rétt, menn (homo sapiens) og höfrungar eru bæði spendýr með áþekka grunnbyggingu og líkamsstarfsemi. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Melsted rannsakað?
Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum. Með nýrri raðgreiningartækni er hægt að lesa mun meira af DNA-...
Hvaðan kom COVID-19-veiran?
Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...
Geta nútímavísindi sagt til um það hvort bein sem grafin eru á Þingvöllum séu í raun og veru af Jónasi Hallgrímssyni?
Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfn í maí 1845 og var lík hans grafið í kirkjugarði þar. Rétt um öld síðar voru leifar skáldsins grafnar upp, fluttar til Íslands og síðan grafnar á ný í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Allar götur síðan hafa verið efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar heldur...
Er hluti af erfðamengi manna kominn frá veirum?
Útreikningar vísindamanna benda til þess að um 8% erfðamengis manna sé upprunnið úr erfðamengi veira, og önnur 40% eru endurteknar raðir sem talið er að eigi líklega einnig uppruna sinn að rekja til veirusýkinga.[1] Til samanburðar má nefna að aðeins um 1% af erfðaefni manna eru gen sem skrá fyrir prótínum, en ...
Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?
Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...
Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?
Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?
Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...
Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?
Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist ...
Hvað eru HeLa-frumur?
Árið 1951 innritaðist rúmlega þrítug kona, Henrietta Lacks (1920–1951), á John Hopkins-spítalann í Baltimore sem á þessum tíma var einn fárra spítala sem meðhöndluðu blökkufólk. Ástæða spítalavistarinnar var hnútur í kviðarholi sem læknar greindu síðan sem krabbamein á leginu. Því miður dugði meðferð ekki til að b...