Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til að flytja erfðaefni. Þannig er hægt að „búa til“ eða endurhanna veirur.

Veirur hafa þann hæfileika að yfirtaka starfsemi þeirra fruma sem þær sýkja og notfæra sér þannig erfðamengi þeirra í eigin þágu. Þess vegna þarf erfðamengi veiranna sjálfra aðeins að skrá fyrir örfáum genum sem ekki finnast í hýsilfrumunum. Erfðamengi veira geta því verið mjög lítil. Sem dæmi inniheldur inflúensuveira um 15 þúsund basa, en erfðamengi mannsins rúmlega þrjá milljarða basa. Stærðarmunurinn er því meira en tvöhundruðþúsundfaldur.

Vegna smæðar erfðamengja veira er tiltölulega einfalt að meðhöndla þau með erfðatæknilegum aðferðum. Vísindamenn geta því fjarlægt gen úr þekktum veirum og sett önnur í staðinn.

Vegna smæðar erfðamengja veira er tiltölulega einfalt að meðhöndla þau með erfðatæknilegum aðferðum. Vísindamenn geta því fjarlægt gen úr þekktum veirum og sett önnur í staðinn og þannig breytt eiginleikum veiranna. Í raun má líkja þessu við eins konar erfðafræðilegt legó, þar sem veirugenum er skipt út fyrir önnur gen.

Algengasta ástæðan fyrir þessum legó-leik er sú að vísindamenn vilja nýta hæfileika veira til að ferja erfðaefni á milli fruma og nota þær því sem svo kallaðar genaferjur. Þá hefur veirugenunum verið skipt út fyrir gen úr öðrum lífverum. Þannig nýta vísindamenn veirur til þess að fá ákveðnar frumur til þess að tjá gen sem þær gera annars ekki. Þetta nýtist einstaklega vel við erfða- og frumulíffræðilegar rannsóknir, við að rannsaka virkni einstakra gena og áhrif þeirra á frumur.

Mynd:

Höfundur þakkar Snædísi Huld Björnsdóttur, sameindalíffræðingi og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Höfundur

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

25.5.2020

Spyrjandi

Sigurlaug Björnsdóttir

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir. „Geta vísindamenn búið til veirur?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2020, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79521.

Erna Magnúsdóttir. (2020, 25. maí). Geta vísindamenn búið til veirur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79521

Erna Magnúsdóttir. „Geta vísindamenn búið til veirur?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2020. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79521>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta vísindamenn búið til veirur?
Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til að flytja erfðaefni. Þannig er hægt að „búa til“ eða endurhanna veirur.

Veirur hafa þann hæfileika að yfirtaka starfsemi þeirra fruma sem þær sýkja og notfæra sér þannig erfðamengi þeirra í eigin þágu. Þess vegna þarf erfðamengi veiranna sjálfra aðeins að skrá fyrir örfáum genum sem ekki finnast í hýsilfrumunum. Erfðamengi veira geta því verið mjög lítil. Sem dæmi inniheldur inflúensuveira um 15 þúsund basa, en erfðamengi mannsins rúmlega þrjá milljarða basa. Stærðarmunurinn er því meira en tvöhundruðþúsundfaldur.

Vegna smæðar erfðamengja veira er tiltölulega einfalt að meðhöndla þau með erfðatæknilegum aðferðum. Vísindamenn geta því fjarlægt gen úr þekktum veirum og sett önnur í staðinn.

Vegna smæðar erfðamengja veira er tiltölulega einfalt að meðhöndla þau með erfðatæknilegum aðferðum. Vísindamenn geta því fjarlægt gen úr þekktum veirum og sett önnur í staðinn og þannig breytt eiginleikum veiranna. Í raun má líkja þessu við eins konar erfðafræðilegt legó, þar sem veirugenum er skipt út fyrir önnur gen.

Algengasta ástæðan fyrir þessum legó-leik er sú að vísindamenn vilja nýta hæfileika veira til að ferja erfðaefni á milli fruma og nota þær því sem svo kallaðar genaferjur. Þá hefur veirugenunum verið skipt út fyrir gen úr öðrum lífverum. Þannig nýta vísindamenn veirur til þess að fá ákveðnar frumur til þess að tjá gen sem þær gera annars ekki. Þetta nýtist einstaklega vel við erfða- og frumulíffræðilegar rannsóknir, við að rannsaka virkni einstakra gena og áhrif þeirra á frumur.

Mynd:

Höfundur þakkar Snædísi Huld Björnsdóttur, sameindalíffræðingi og dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir....