Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini.

Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínískri massagreiningu í samvinnu við rannsókna- og háskólastofnanir innanlands og erlendis. Áhersla Margrétar er að þróa sérhæfðar massagreiningaaðferðir til að bæta sjúkdómsgreiningu og lyfjameðferð sjúklinga. Meðal verkefna er þróun á greiningaaðferð á sjaldgæfum erfðasjúkdómi, adenínfosfóríbósýltransferasaskorti, sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigs nýrnabilunar.

Undanfarin ár hefur Margrét, ásamt vísindamönnum í Háskóla Íslands, unnið að rannsóknarverkefni tengdu fituefnaskiptum krabbameinsfrumna. Margrét hefur þróað aðferðafræði til að skima eftir lípíðum og rannsaka áhrif lífeðlisfræðilegra breyta á myndun þeirra. Þær rannsóknir tengjast sameiningu á sérhæfðu massagreiningakerfi og fjölþátta efnatölfræði til að greina mynstur lípíða í krabbameinsfrumum, brjóstakrabbameinsvef og í blóðvökva. Leitast er eftir að finna sameindir í blóðvökva sem segja til um upphaf sjúkdóms sem nýta má í greiningapróf og er líklegt til að gagnast ungum konum í mikilli ættlægri áhættu fyrir brjóstakrabbameini.

Margrét hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini.

Á síðustu árum hefur Margrét unnið að þróun á aðferðum til að auðkenna virk efni úr sjávarfangi, cyanobakteríum og plöntum. Má þar nefna þróun á massagreiningaraðferðum til að auðkenna efni í cyanobakteríum með virkni gegn offitu.

Margrét hefur undanfarin ár tekið þátt í tveimur verkefnum sem styrkt eru af Evrópusambandinu, verkefninu BluePharmTrain sem var styrkt af 7. rammaáætluninni og verkefninu MossTech sem styrkt er af Horizon2020. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum í tengslum við uppbyggingu vísinda á Íslandi. Var formaður Efnafræðifélags Íslands frá 2009-2012 og formaður fagráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2014-2017.

Margrét fæddist í Reykjavík árið 1962 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1983. Hún brautskráðist með MSc í lyfjafræði frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð árið 1989 og doktorspróf í lyfjagreiningu frá sama Háskóla árið 1998. Hún vann sem sérfræðingur við fyrirtækið Scotia LipidTeknik í Stokkhólmi, jafnframt því að vera stundakennari við Lyfjafræðideild Uppsalaháskóla frá 1989-1999. Margrét sneri heim til starfa árið 1999. Hún vann fyrst sem sérfræðingur hjá Delta og síðan sem framkvæmdarstjóri lyfjagreiningadeildar hjá Encode. Árið 2006 setti hún upp lyfjagreiningadeild hjá Íslenskri Erfðagreiningu og starfaði þar sem yfirmaður til 2009. Hún hefur starfað sem dósent hjá Lyfjafræðideild frá 2009 og stofnaði sprotafyrirtækið ArcticMass sama ár.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75351.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75351

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75351>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?
Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini.

Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínískri massagreiningu í samvinnu við rannsókna- og háskólastofnanir innanlands og erlendis. Áhersla Margrétar er að þróa sérhæfðar massagreiningaaðferðir til að bæta sjúkdómsgreiningu og lyfjameðferð sjúklinga. Meðal verkefna er þróun á greiningaaðferð á sjaldgæfum erfðasjúkdómi, adenínfosfóríbósýltransferasaskorti, sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigs nýrnabilunar.

Undanfarin ár hefur Margrét, ásamt vísindamönnum í Háskóla Íslands, unnið að rannsóknarverkefni tengdu fituefnaskiptum krabbameinsfrumna. Margrét hefur þróað aðferðafræði til að skima eftir lípíðum og rannsaka áhrif lífeðlisfræðilegra breyta á myndun þeirra. Þær rannsóknir tengjast sameiningu á sérhæfðu massagreiningakerfi og fjölþátta efnatölfræði til að greina mynstur lípíða í krabbameinsfrumum, brjóstakrabbameinsvef og í blóðvökva. Leitast er eftir að finna sameindir í blóðvökva sem segja til um upphaf sjúkdóms sem nýta má í greiningapróf og er líklegt til að gagnast ungum konum í mikilli ættlægri áhættu fyrir brjóstakrabbameini.

Margrét hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini.

Á síðustu árum hefur Margrét unnið að þróun á aðferðum til að auðkenna virk efni úr sjávarfangi, cyanobakteríum og plöntum. Má þar nefna þróun á massagreiningaraðferðum til að auðkenna efni í cyanobakteríum með virkni gegn offitu.

Margrét hefur undanfarin ár tekið þátt í tveimur verkefnum sem styrkt eru af Evrópusambandinu, verkefninu BluePharmTrain sem var styrkt af 7. rammaáætluninni og verkefninu MossTech sem styrkt er af Horizon2020. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum í tengslum við uppbyggingu vísinda á Íslandi. Var formaður Efnafræðifélags Íslands frá 2009-2012 og formaður fagráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2014-2017.

Margrét fæddist í Reykjavík árið 1962 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1983. Hún brautskráðist með MSc í lyfjafræði frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð árið 1989 og doktorspróf í lyfjagreiningu frá sama Háskóla árið 1998. Hún vann sem sérfræðingur við fyrirtækið Scotia LipidTeknik í Stokkhólmi, jafnframt því að vera stundakennari við Lyfjafræðideild Uppsalaháskóla frá 1989-1999. Margrét sneri heim til starfa árið 1999. Hún vann fyrst sem sérfræðingur hjá Delta og síðan sem framkvæmdarstjóri lyfjagreiningadeildar hjá Encode. Árið 2006 setti hún upp lyfjagreiningadeild hjá Íslenskri Erfðagreiningu og starfaði þar sem yfirmaður til 2009. Hún hefur starfað sem dósent hjá Lyfjafræðideild frá 2009 og stofnaði sprotafyrirtækið ArcticMass sama ár.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...