Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?

Jón Már Halldórsson

Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kallaður 'trúðahundur' eða 'trúðurinn meðal hunda' þar sem hann lætur oft kjánalega og kann að „fíflast“. Hann er skemmtilegur hundur og gerir ekki kröfu um mikla hreyfingu, einn léttur göngutúr á dag getur verið nóg.

Franskir bolabítar eru yfirleitt heilsuhraustir. Bresk heilsufarsrannsókn frá 2013 sýndi að af heimsóknum 2.228 franskra bolabíta til dýralækna var sýking í eyrum algengust, meltingarvandamál (niðurgangur) fylgja þar á eftir og síðan tárabólga (conjunctivitis). Hins vegar gengur got oft erfiðlega hjá tíkunum og í Bretlandi eru hvolpar franskra bolabíta teknir með keisaraskurði í 80% tilfella, sem má sjálfsagt yfirfæra yfir á önnur lönd.

Eitt af einkennum franska bolabítsins eru upprétt og bein eyrun.

Hundakynið franskur bolabítur varð til í Frakklandi á 19. öld þegar ræktaðir voru saman rottuhundur og afbrigði af breskum bolabít sem kallaðist 'toy bulldog', en það er nú útdautt hundakyn. Bolabítar voru vinsælir fyrr á öldum í Bretlandi þar sem þeir voru notaðir í bardaga þar sem hundum og nauti var att saman (e. bull-baiting). Þegar slík „skemmtun“ var bönnuð í Bretlandi árið 1835 urðu þessir öflugu hundar verkefnalausir. Þá var farið að rækta þá niður eins og sagt er með æxlun við minni hunda eins og terríer. Tilgangurinn með þessari „afræktun“ hinna gömlu bolabítakynja var að smækka þá og draga úr árásargirni og gera þá að heppilegum gæluhundum.

Þessi bolabítur í smækkaðri mynd, toy bulldog, barst til Frakklands um eða eftir miðja 19. öld og náði miklum vinsældum í París, bæði hjá almenningi og hefðarfólki. Þar var haldið áfram að rækta hann og smám saman varð til afbrigði sem kallast franskur bolabítur. Hundakynið barst síðan til Bandaríkjanna og varð meðal einkennishunda yfirstéttarinnar þar í landi snemma á síðustu öld. Hundakynið var snemma viðurkennt af félagi sem heldur utan um skrár um ræktun hunda (American Kennel Club) og árið 1906 var franskur bolabítur fimmti vinsælasta hundakynið í Bandaríkjunum.

Franskur bolabítur er meðal alvinsælustu hundakynja í heiminum í dag og hefur svo verið um langa hríð. Meðal annars var hann fjórða vinsælasta hundakynið á Bretlandi 2015, þriðja vinsælasta kynið í Ástralíu 2017 og í fjórða sæti í Bandaríkjunum sama ár.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2020

Spyrjandi

Signý Lind Júlíusdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar hundur er franskur bolabítur?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77474.

Jón Már Halldórsson. (2020, 16. janúar). Hvers konar hundur er franskur bolabítur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77474

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar hundur er franskur bolabítur?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77474>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?
Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kallaður 'trúðahundur' eða 'trúðurinn meðal hunda' þar sem hann lætur oft kjánalega og kann að „fíflast“. Hann er skemmtilegur hundur og gerir ekki kröfu um mikla hreyfingu, einn léttur göngutúr á dag getur verið nóg.

Franskir bolabítar eru yfirleitt heilsuhraustir. Bresk heilsufarsrannsókn frá 2013 sýndi að af heimsóknum 2.228 franskra bolabíta til dýralækna var sýking í eyrum algengust, meltingarvandamál (niðurgangur) fylgja þar á eftir og síðan tárabólga (conjunctivitis). Hins vegar gengur got oft erfiðlega hjá tíkunum og í Bretlandi eru hvolpar franskra bolabíta teknir með keisaraskurði í 80% tilfella, sem má sjálfsagt yfirfæra yfir á önnur lönd.

Eitt af einkennum franska bolabítsins eru upprétt og bein eyrun.

Hundakynið franskur bolabítur varð til í Frakklandi á 19. öld þegar ræktaðir voru saman rottuhundur og afbrigði af breskum bolabít sem kallaðist 'toy bulldog', en það er nú útdautt hundakyn. Bolabítar voru vinsælir fyrr á öldum í Bretlandi þar sem þeir voru notaðir í bardaga þar sem hundum og nauti var att saman (e. bull-baiting). Þegar slík „skemmtun“ var bönnuð í Bretlandi árið 1835 urðu þessir öflugu hundar verkefnalausir. Þá var farið að rækta þá niður eins og sagt er með æxlun við minni hunda eins og terríer. Tilgangurinn með þessari „afræktun“ hinna gömlu bolabítakynja var að smækka þá og draga úr árásargirni og gera þá að heppilegum gæluhundum.

Þessi bolabítur í smækkaðri mynd, toy bulldog, barst til Frakklands um eða eftir miðja 19. öld og náði miklum vinsældum í París, bæði hjá almenningi og hefðarfólki. Þar var haldið áfram að rækta hann og smám saman varð til afbrigði sem kallast franskur bolabítur. Hundakynið barst síðan til Bandaríkjanna og varð meðal einkennishunda yfirstéttarinnar þar í landi snemma á síðustu öld. Hundakynið var snemma viðurkennt af félagi sem heldur utan um skrár um ræktun hunda (American Kennel Club) og árið 1906 var franskur bolabítur fimmti vinsælasta hundakynið í Bandaríkjunum.

Franskur bolabítur er meðal alvinsælustu hundakynja í heiminum í dag og hefur svo verið um langa hríð. Meðal annars var hann fjórða vinsælasta hundakynið á Bretlandi 2015, þriðja vinsælasta kynið í Ástralíu 2017 og í fjórða sæti í Bandaríkjunum sama ár.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:...